Í dag er föstudagur. Jamm.
Á föstudögum þykir mér huggulegt að koma við á krá eftir vinnu hvar ég hef mælt mér mót við Jóhönnu og kannski einhverja aðra. Fara svo heim og elda eitthvað fljótlegt og gott og hlamma mér svo fyrir framan imbann, kannski með rauðvín í glasi og klappa Jóhönnu. EN en um það leyti, uppúr átta á föstudögum, yfirleitt kallað PRIME-TIME, sýnir RÚV okkur hálftíma af LATABÆ! Skil ekki. SKIL EKKI. Svo yfirleitt hellum við Jóhanna bara í okkur rauðvíninu og förum svo bara upp í rúm. Sem er svo sem alveg frábært.
En - ú á latabæ - samt.
1 ummæli:
það er nú greinilega ekki allt í lagi með ykkur sko ...
Skrifa ummæli