8. feb. 2008

Orð-af-orði

Eitt af mínum eftirlætisorðum í sænsku er orðið 'fruktansvärd'. Það tók mig nokkurn tíma að átta mig á hvað um væri rætt. Í fyrstu var ég alveg á því að orðið hefði jákvæða merkingu, það hljómar einhvern veginn þannig. Þýddi kannski 'frábært' eða 'hlægilegt' eða álíka. Fljótlega fann ég þó út af samhengi að það gæti nú tæpast verið rétt. Ég hef svo sem aldrei flett orðinu upp en ég myndi telja af nokkurri vissu að um sé að ræða það sem á íslensku er kallað 'hræðilegt' eða 'skelfilegt'! Það stemmir líka við orðin sem það virðist myndað úr 'fruktan' þýðir 'ótti, hræðsla' og 'värd' er það sema og 'virði' og 'vert' á íslensku. "Hræðsluvert".

Annar er alveg aragrúi af lýsingarorðum sem var lengi að átta mig á. T.d.:

äcklig
hemskt
töntig
tjusig
jobbig
elak
lustig
sjabbig
sjysst
konstigt
annorlunda

Áður en ég flutti hingað kunni ég bara: Bra

2 ummæli:

Króinn sagði...

Já, man eftir sömu undrun yfir öllu þessu fruktansvärða í Svíþjóð. Og líka með þessi lýsingarorð öll, ekki náði ég helmingnum af þeim. Held ég sé þó með sirka 3/4 af listanum þínum. Verður að teljast dágott.
Annað er það með orðin sem algjörlega eru út úr kú miðað við nágrannamálin. Man til dæmis eftir því hversu algjörlega skilningslaus ég var fyrst þegar að Svíi bað mig um að stänga dyrunum á eftir mér.
Þetta er jobbigt líf, maður, en sænskan er yndisleg.

Króinn sagði...

...annars sýnist mér allt stefna í það að það verði þú sem hefur orð fyrir Kolbeinum við Stig í næstu Kolbeinsferð, miðað við greinilegar framfarir þínar í sænskri tungu. Ekki ónýt upphefð það!