11. feb. 2008

úff

Kannski ekki á það bætandi. En mikið var nú ömurlegt að horfa á þennan fíflalega blaðamannafund sem Vilhjálmur hélt. Hann hefði nú alveg eins bara látið sér nægja að senda sms: "ætla ekki að segja af mér. ég hef þegar axlað ábyrgð". Og að láta sér detta í hug að það að vera hrakinn frá völdum sé á einhvern hátt að axla ábyrgð! Auli.

Ekki ætla ég svo sem að gráta það að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn í ógöngur. En hefði maðurinn nú bara sagt að hann myndi ekki ætla að taka við borgarstjórastólnum og að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur í borgarstjórn og að hann myndi stíga úr oddvitasætinu, þá hefði hann getað lægt öldurnar talsvert. Jafnvel skapað algjöran frið. Hann hefði ekki þurft að segja af sér. Bara að viðurkenna að hann væri rúinn öllu trausti til að leiða borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna og stýra borginni síðar meir.

En nei. Menn hugsa um rassgatið á sjálfum sér. Sitja sem fastast bara afþví.

Fífl.

Engin ummæli: