12. feb. 2008

fundurinn

Þessu undarlegi blaðamannafundur hjá Vilhjálmi í gær var svo stórfurðulegur að ég trúi tæpast að það liggi ekkert meira að baki en að Villi ætli sé að halda áfram og hugsa sína stöðu á meðan.

Tilgáta: Á fundinum var þrýst á Villa að hætta. Hann tók undir það en vildi ekki gera það þá og þegar þrýstingurinn og umræðan væri á því stigi sem hún er. Í staðinn hafi hann samþykkt að stíga niður, líklega segja af sér, en bíða með að tilkynna það og láta líta út fyrir að það væri að vandlega íhuguðu máli og algjörlega af sjálfs dáðum frekar en að hann yrði flæmdur burt með skömm. Það var samþykkt.

Hinir borgarfulltrúarnir laumuðu sér í burtu til að þurfa ekki að tjá sig um neitt og formaður flokksins segist ætla að bíða með að taka afstöðu um stuðning við Vilhjálm.

Ég hef bara meiri trú á þessu liði en að það nái að klúðra skelfilegri stöðu svona enn frekar á verri veg.

Eller hur...

Engin ummæli: