Ó öll sú dásemd og dýrð! Skellt var sér á snjóbretti í gær. Við fórum seinnipart laugardags í átt að Hovfjället. Vorum komin síðla kvölds í stugo hentum okkur í háttinn og vorum svo komin í brekkurnar rétt uppúr níu í gærmorgun. Átta tíma brun niður fjölmargar brekkur. Kjarkurinn sem ég hélt ég hefði glatað í Hlíðarfjalli fyrir um tveimur árum hafði snúið til baka og ég renndi mér niður eins og herforingi í hvert sinni. Færið var blússandi, 80 cm púðursnjór sem beið okkar nánast ósnertur þegar við mættum á svæðið. Gerist nú eiginlega ekki betra. Svo varð þetta dáldið verra eftir að skíðafólkið var búið að plægja upp brekkurnar. En ekki ætla ég að kvarta.
Nú er bara reyna að hafa ferðirnar fleri en bara eina í ár til að maður geti nú bætt sig eitthvað. Mér hefur hreinlega farið aftur síðan þarna 2002 þegar ég var orðinn bara nokkuð góður.
2 ummæli:
Hvað segirðu t.d. um Hundfjället í Sälen 9-13 mars? Við verðum þar þá. Ég verð reyndar líklega bara með Helgu á sleða enda kann ég ekkert á skíði en Gunnhildur verður á fullu spani í brekkunum.
júmm - það lúkkar gúdd - ekki svo lang frá hvar við vorum um helgina
Skrifa ummæli