30. jan. 2008

Maður er náttúrulega galinn

Jæja! Í gær var tekin ákvörðun: Í ár skyldi hlaupið Göteborgsvarvet. Það er hálfmaraþon. Brjálsemin fer fram á þjóðhátíðardegi Norðmanna svo ég hef rétt rúmar 15 vikur til að koma mér í form. Ég las mér til í gærkvöldi og mælt er með að byrjendur hafi 16 vikur til að þjálfa sig upp fyrir hálfmaraþon. Þá er hlaupið 4-5 daga í viku. Ég ætla að nota notandareikninginn á jogg.se til að búa mér til alhliða hlaupáætlun.

Þetta hefst í hádeginu í dag. Við byrjum rólega: tæpur Slottsskogen-hringur.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...



Ég notaði
http://www.halhigdon.com/halfmarathon/novice.htm
þegar ég hlaup í haust og reyndist mér vel ...

gangi þér vel í þessu,
Mvb

Króinn sagði...

Ég var næstum búinn að láta það eftir mér í gær að slást í hópinn og hlaupa í Gautaborg en guggnaði á síðustu stundu. Kannski á næsta ári.

Fjalsi sagði...

Takcar Margrét
vitleysa er þetta Siggi - ég var að vonast til að þú kæmir nú

Króinn sagði...

Já, þetta var voðalega freistandi að láta bara slag standa. En hin hundleiðinlega skynsemi vinnur stundum hjá manni.