Ég hef mjög einbeittan áhuga á skipulags- og samgöngumálum eins og lesendur þessa bloggs kunna að vita. Ég fór einnig nærri því að gráta þegar ég horfði á Silfrið áðan og hlustaði á fyrirlesturinn hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Gráta af gleði yfir hversu vel hann setti mál sitt fram með myndum og af reiði yfir hversu ónýt skipulagsmál og -hugsun er í Reykjavík/á Íslandi.
En svo vonar maður að á endanum verði hægt að fara þá leið sem farin var á horn Túngötu og Aðalstrætis. Þar er töff.
1 ummæli:
maður fór nú næstum því að gráta yfir fleiru í þessum þætti, eins og málflutningi silfurmannsins sjálfs í viðtalinu sem fylgdi á eftir, nú eða færslu hans 'beiðni um ritskoðun' á eyjunni. þau tár hefðu þó sannarlega ekki verið gleðitár.
halldóra
Skrifa ummæli