18. jan. 2008

Jæja

Handbolti. Jú, maður settist náttúrulega niður til að horfa á þennan leik. Jafnvel að maður væri dálítið bjartsýnn. Hafði lesið að þessi gama Svía-Grýla væri löngu dauð. Svo ég pantaði sjónvarpið í þessa einu og hálfu klukkustund og saman horfðum við Jóka á leikinn. Nokkuð spennandi fyrri hálfleikur og nokkuð sýnt að jafnt væri á liðinum ef frá væri talinn þessi Svensson í markinu hjá Svíum. Svo við studdum hvort sitt liðið fram að hálfleik.

Einhverntímann varð mér á orði að Íslenska landsliðið væri alveg þrælgott, og kannski það besta í heimi, ef handboltaleikir væru bara 30 mínútur. Orðið "þrjátíumínútnalið" glumdi amk í hausnum á mér allan seinni hálfleiki. Mikið var þetta eitthvað grátlegt. Jóhanna var meir að segja farin að halda með Íslandi snemma í seinni hálfleik, af hreinni meðaumkun.

En hvað um það - við vinnum bara Frakkana í staðinn

Hér er sem sagt enn þá janúar og föstudagur í þokkabót. Maður skellir sér í AfterWork á eftir, hittir strákana og skálar í flötum bjór, það held ég nú.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll minn kæri.

Ég vildi bara nefna það hve gaman mér þótti nú að hitta þig yfir hátíðirnar. Ertu búin að hlusta e-ð á Villa Valla?

Vonandi áttu leið um fróna í kringum 24. maí... Mikið væri það nú indælt.

Kveðja til Jóhönnu og knús frá mér.

Nafnlaus sagði...

Handboltaleikir íslenska landsliðsins er þjáningarfull afþreying og ofmetin. Að því sögðu minni ég á leikinn í dag kl 17.

Fjalsi sagði...

Jamm ósköp gaman að sjá ykkur skötuhjúin og notalegt að hafa ykkur svona í kjallaranum á óðalinu