Það er með umræðuna um þetta borgarstjórnarmál eins og öll önnur mál í íslenskri umræðu: Það er deilt um keisarans skegg. Einhvern veginn snerist umræðan frá því hvort að siðlegt og boðlegt hafi verið að mynda þennan nýja meirihluta án nokkurrar sýnilegrar ástæðu nema valdagræðgi, yfir í að rífast, allharkalega, um hvort rétt sé að gagnrýna Ólaf F. Magnússon. Maðurinn var jú veikur og við eigum bara að láta hann í friði og öll gagnrýni í hans garð er bara mannvonska.
Málið snýst ekki um veikind Ólafs heldur annarlegar hvatir við meirihlutamyndun, umboð stjórnmálamanna og skyldur við kjósendur...
...og, svo ég vitni nú í ónefndan vin minn,
„Kosningar snúast um traust...“
1 ummæli:
...svo vitnað sé nú í annan ónefndan vin og önnur ódauðleg ummæli í tengslum við pólitíska rökræðu á málefnalegum nótum við kjöraðstæður:
,,En Hjörtur: Af hverju?""
Kannski megi snúa þessari spurningu upp á Ólaf F. núna. Hann hefur ekki enn svarað því. Bara vælt.
Vælandi borgarstjóri: einmitt það sem Reykjavík vantaði til að rífa sig upp.
Skrifa ummæli