Það verður annars ekki annað sagt um hann Villa borgarstjóra að hann lætur verkin tala og situr ekki við orðin tóm.
Nú er hann víst búinn að taka kælinn úr vínbúðinni í Austurstræti. Það ku hafa verið vegna rónanna fjögurra sem sitja jafnan á tröppunum fyrir utan óðal og sníkja bjór af meðborgurum sínum.
Hvernig það annað stenst að borgarstjórinn í Reykjavík geti með beinum hætti haft afskipti af innanhússrekstri vínbúða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins skil ég ekki. Ég man ekki betur en að í áfengislögum komi aðeins fram að sveitastjórnir geti gert skilyrði um staðsetningu vínbúða og opnunartíma þeirra, ekki hvernig þær kjósa að haga verslunarrekstrinum sjálfum.
Væri þá ekki frekar rétt að fara fram á að sú grein áfengislaga sé virt sem segir að heimilt sé að neita að afhenda manni áfengi sé hann áberandi ölvaður.
Smátt og smátt hefur þjónusta vínbúðanna verið að færast í þá átt að hugmyndin um að færa smásölu léttvíns og bjór í almennar matvöruverslanir er ekki aðkallandi. Með því að lengja opnunartímann og selja kældan bjór má vel þagga í okkur sem viljum bjórinn í búðir, a.m.k. um sinn.
En borgarstjórinn er líka stjórnarmaður í SÁÁ svo það er ekki við öðru að búast en fanatík úr þeirri áttinni.
Heyrðist mér ekki líka að hann vildi vínbúðina burt úr miðbænum. Jamm - það er góð hugmynd. Senda íbúa miðbæjarins bara upp í Kringlu að versla vín. Eru þetta hvort eð er ekki allt bara námsmenn sem búa þarna. Geta bara tekið strætó ókeypis að versla bjórinn.
3 ummæli:
Hehe...að láta fjarlægja kælinn! Þetta er það vitlausasta sem ég hef heyrt. Ætli þessum örfáum rónum sem þarna hanga sé ekki nokk sama hvort bjórinnn er kaldur eða ekki :-D
Þegar ég bjó í miðbænum sendi ég póst á ÁTVR og kvartaði yfir viskí úrvalinu í Austurríki. Þeir sendu mér til baka Excel skjal með sölutölum þaðan sem klárlega sýndu fram á að þarna ætti aðeins að selja ódýra dósabjóra og spritt. Fólk sem drekkur single malt frá Skotlandi á bara að búa í úthverfum og versla sitt bús í Kringlunni eða upp á heiði.
Þetta þótti mér súrt þar sem ég átti ekki bíl á þessu tímabili
Ég er sammála Hirti, þetta er rugl. Ef hann færir kælinn úr búðinni þá drekkur fólk bara bjórinn volgan. Þetta er líklega samt gert til þess að sporna við hópamyndun á Austurvelli þegar hitastigið fer upp fyrir 10 gráður, það er ómögulegt að fólk noti þessa örfáu grænu bletti í höfuðborginni, grasið gæti eyðilagst.
Ef við tökum þetta lengra og fjarlægum ríkið úr miðbænum. Fara rónarnir líklega bara að hanga uppi í Kringlu. Það er svo sem miklu betri hreinlætisaðstaða og fríiar smakkveitingar um helgar. Þeir gætu tekið að sér að ganga frá innkaupakerrum í staðinn.
Karólína
Skrifa ummæli