Þegar MySpace-æðið var að hefjast kíkti ég á gripinn og fann fljótlega að fyrirbærið væri ekkert fyrir mig. Hönnunin ljót, kerfið ónotendavænt, svifaseint og takmarkað. Ég sagði: þetta er drasl, ég bíð frekar eftir einhverju sem er meira í samræmi við nútímatækni.
Um daginn var ég beðinn um að taka þátt í facebook dæminu og jú þarna var þetta dæmi sem ég hafði í huga þegar ég var að velta fyrir mér hvort ekki væru til betri, flottari og svalari lausnir en þetta Mæspeiskrapp.
Húrra fyrir þessu. T.d. er ég núna að uppgötva þarna nýja tónlist.
Seisei já
Engin ummæli:
Skrifa ummæli