Jæja - Monthly dæmið fór vel á stað eftir útgáfuna. Ég hef nýtt kvöldin til að rigga upp og viðhalda þessari vefsíðu. Mér hefur meir að segja boðist að útbúa fleiri vefsíðu í kjölfarið. Ég flissa með sjálfum mér að því. Dreifingu blaðsins hefur miðað vel og nær öll fimmþúsund eintökin eru komin út í bæ, á kaffihús, túristaskrifstofur, hótel, tískuverslanir o.s.frv. Samtals á 76 stöðum víðsvegar um bæinn. Það kalla ég nokkuð gott miðað við að það eru nánast bara Jóhanna og Lotta sem hafa séð um dreifinguna.
Fólk virðist líka vera að lesa blaðið því heimsóknir aukast dag frá degi á vefsíðuna hjá okkur en eini staðurinn sem slóðin kemur fyrir á er í blaðinu (Google hefur enn bara skilað okkur einni heimsókn, einhver var að leita að stað til að týna bláber í Gautaborg). Svo höfum við séð þó nokkra með blaðið undir arminum.
Næsta eintak á að koma út 15. ágúst, enn flottara en fyrsta eintakið. Þetta er glæsilegt.
En annars er ég bara á leiðinni til Köben núna á eftir. Þar verð ég næstu fjóra dagana og skil Jóhönnu eftir heima - enda þarf hún að vinna fyrir salti í grautinn...
3 ummæli:
Mér finnst þið svo flínk að ég er að springa
Mér líka :-)
Ég setti inn link á blaðið hjá mér! Það skilar kannski einni annari heimsókn eða svo... Vonandi. Hafið það gott í Köben. Knús!
Skrifa ummæli