Það var erfitt að koma sér á fætur í dag til að fara í vinnuna (ganga að skrifborðinu). Allri helginni var eytt í vinnu og hér er ég aftur kominn eina ferðina enn.
En að þer ELO sem fær það hlutverk að koma mér í gang. Ég hef mikið hlustað á ELO að undanförnu. Ó svo ljúft
Einnig er ég að reyna að finna mér James Taylor Greatest Hits frá 1976
Þetta ku hins vegar vera rétt rúmlega fimm dagar í Krítarferð
Ó! Hve ljúft verður að komast í frí!!
2 ummæli:
Kíkti hér inn. Sá þarna myndir af barni og hugsaði með mér að ekki gætir þú verið búin að eignast þetta barn og ég ekkert vitað. Fattaði svo að ég sá þig fyrir um ári og þá áttir þú ekki barn, svo einhver annar hlýtur að eiga það!!
Ég er hins vegar búin að eiga annað barn, stúlku fædda 18. janúar. Hún heitir Kristjana eftir pabba.
Góða skemmtun á Krít.
Áslaug
já nei eitthvað er nú lítið um barnastúss á þessu heimili. Þangað til læt ég mér nægja að taka bara myndir af börnum vina minna. Sem eru nú orðin fjölmörg. En já, til hamingju með Kristjönu - ég var búinn að fá fregnir af henni.
Skrifa ummæli