Já - sumarið lét losk sjá sig og nú sjáum við sólbrunnið fólk - í miðjum ágúst - óalgeng sjón skilst mér hér í þessum heimshluta...
En já - Í gær þjáðist ég sum sé inni við vinnu á meðan sólin lék sér úti og hitaði loftið upp í 27 gráður, á celsíus. Ég hugsaði með mér... seisei - sólin hangir enn í loftinu klukkan fimm þegar ég hætti og þá fer ég út og slæst í leikinn.
Allt kom fyrir ekki.
Ég sat sveittur og vann eins og alki á meðan krakkarnir héngu með sólinni
úti
Og nú er sumarið búið - aftur
1 ummæli:
Svíar eru einhverjar mestu sólarsleikjur sem ég hef komist í tæri við. Slá jafnvel Íslendingum við.
Skrifa ummæli