Það er merkilegt þegar það verður svo mikið að gera í vinnu að maður hefur ekki tíma til að vinna vinnuna sína.
Mikið rosalega hlakka ég til eftir þessum fjórum dögum liðnum.
Það er Lou Reed sem heldur uppi fjörinu hér á meðan ég vinn. Ef fjör má kalla.
En ég kalla eftir umræðu frá þeim fjölmörgu málfræðingum sem ég veit að lesa þessa síðu. Hvernig dæmis notkun mín á sögninni hlakka eins og hún var hér að ofan? Slæm, góð, skrýtin, venjuleg? Rökstyðjið. (Áhugamenn um íslenskt mál og málfræði eru einnig hvattir til að bregðast við).
Now back to work................
3 ummæli:
Það getur varla verið neitt athugavert við þetta fyrst þér datt í hug að skrifa/segja það. En ... málfræðin er hlaðin tilfinningum. Það sem hljómar ágætlega í eyrum eins þykir öðrum arfaslæmt. Og þeim síðastnefndu reynist oft erfitt að hemja tilfinningar sínar ...
Ég á dálítið erfitt að átta mig á því hvað þetta eiginlega merkir (en hefði eflaust sagt það sama bara með annarri forsetningu: að þessum fjórum dögum liðnum).
Ótækt í mín eyru, ég þarf allavega að giska á hvað þetta þýðir.
Ég held það þurfi frekar álit sálfræðings hér en málfræðings. Til dæmis skilur ÞG ekki hvað þú átt við, sem vekur upp kvíða og óöryggi...sem veldur vanlíðan....sem veldur eirðarleysi...sem hugsanlega gæti endað í svefnleysi...sem veldur þá einbeitingarleysi og skertri starfsorku! Allt farið til fjandans, bara vegna óvenjulegrar og ungæðingslegrar notkunar á sögninni að hlakka. Og hvað gera málfræðingar þá ha?
Skrifa ummæli