9. ágú. 2007

konungur

þeir segja mér það í spurðum að fyrir utan gluggann minn sé 24 stiga hiti. Ekki er hann minni hér inni. Það er huggulegt að sitja úti á stuttermabol á kvöldin og lepja rauðvín. Það hef ég varla gert síðan í A'dam um árið. Jiiii hvað huggulegt er að sumarið hafi látið sjá sig.

Á morgun byrjar hér utan við gluggann minn Way Out West.

Eftir vinnu á morgun ætlum við að setjast utan við girðinguna og athuga stemmarann. Kannski sólin skíni þá enn...

Kannski

2 ummæli:

Króinn sagði...

Segi aftur það sem ég hef áður sagt: Þú hefur sannarlega tekið stoltu yfir hlutverk mitt sem yfirveðurbloggara. Og ávallt gildir reglan í veðri: Köben=Jöhdeborr

Nafnlaus sagði...

Það verður líka æðislegt að sitja með rauvðín við sundlaugarbakkann á Krít...15 dagar, 6 klst og 1 mín!!