Konan fór frá mér yfir helgina. Ég læt það ekki á mig fá enda dagskráin stíf:
Þýðingarvinna, a.m.k. 4 tímar hvorn daginn
Vefsíðuumsjón, eins og þörf krefur
Jogg í Slottsskogen
Horfa á Cleópötru, 3 klst. 52 mín
Klára bókina Kvinnan i Hissen och anda mystiska historier
Byrja kannski á reyfaranum Till allt som varit dött
Ryksuga
Elda og borða kjöt
Kíkja á barinn með Tomas, kannski
Merkilegt hvernig maður hefur einhvernveginn meiri tíma þegar maður er einn.
Kannski er það bara meira næði...
Hvert fór svo konan?
Í tveggjadaga spa hangs
seisei já
2 ummæli:
Ólíkt þér, þá er reynsla mín sú að mun minna verði úr tímanum þegar maður er einn. Þá fyrst hefst nefnilega hangsið. Núna er ég til dæmis einn og sjáðu hvað ég er að gera núna þegar ég gæti verið að einhverri gagnlegri iðju.
Annars mæli ég með því að þú skokkir út á næsta bókasafn og náir þér í einhverjar sænskar hljóðbækur. Afbragðs leið til þess að læra sænsku - og stússa í öðru á meðan, skokka til dæmis.
Jæks...5 dagar í Krít og ég á eftir að kaupa bikiní!
Skrifa ummæli