Ég held áfram áróðri mínum um gildi strætisvagna: Ég ætti að fara að biðjá Strætó bs um péning fyrir þetta. amk fríar ferðir með þeim.
Ég get vel trúað því að margar af merkustu hugmyndum samtímans hafi fæðst í strætisvögnum. Það er ein af fáum aðstæðum þar sem maður fær algjört tóm til að hugsa. Til dæmis uppgötvaði ég í gær í strætó að sundlaug og gusuland eru anagröm. Merkilegt. Finnst mér. Lundsuga er reyndar af sama toga...
1 ummæli:
Mér finnst fólkið sem finnur strætó allt til foráttu oft gleyma þessu.
Þó að maður sé stundum 20 mínútur á leiðinni með strætó á meðan einkabíllinn er 15 þá nýtist tíminn betur á meðan maður er ekki stressaður undir stýri.
Skrifa ummæli