Það væri líklega til að æra óstöðugan að ætla að fjalla um undarlegt málfar á mbl.is.
Hins vegar sá ég þetta þar áðan:
Ísraelska óeirðalögreglan lenti í átökum við ofurþjóðernissinnaða gyðinga á Vesturbakkanum í nótt.
Ég held ég hafi aldrei séð eða heyrt orðið ofurþjóðernissinnaður áður. Ætli það sé ekki íslenskun á orðunum extreme nationalist úr ensku sem aftur er oft þýtt sem öfgafullur þjóðernissinni eða álíka á íslensku.
Kannski er ofurþjóðernissinni ekkert verra. Kannski betra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli