16. feb. 2006

Hjörtur heiti ég. Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum. Merkilegust finnast mér þó nöfnin sem sverrirj gefur hlekknum til mín á blogginu sínu. Nú er það mósaíkmaður, einu sinni var það rassvasaheimspeki, og eitt sinn minnir mig evrókratablogg.

En ég heiti sem sagt Hjörtur. Stundum kallaður Hjössi frjálsi.

Annars gleymdi ég sem svo oft áður matnum klukkan tólf. Ég er bara ekki tjúnaður inn á mat klukkan tólf. Mér finnst betra að taka mat klukkan eitt. Þá hef ég unnið í fjóra tíma og vinnudagurinn hálfnaður.

Kannski stafar þetta af því að ég tek ekki kaffitíma klukkan þrjú, eða hvenær það er sem maður á að taka kaffi.

hvað veit ég

nú kallar systir mín á mig á MSN - hún er að þýða eitthvað og vantar mína hjálp.

svo að...........

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjössi,
hvernig ber ég mig að ef mig skyldi detta í hug að senda þér tölvuskeyti?
-kriss

Fjalsi sagði...

það er hjortur hjá gmail.com