Hjálmar segir borðleggjandi. Það er aldeilis. Það er enda rétt Sátántangó er þetta í leikstjórn Béla Tarr. Ég sá þessa mynd einu sinni í Filmmuseum í Amsterdam. Það var viss þrekraun en engu að síður skemmtilegt. Myndin er alveg gríðarlega hæg. Alveg stórkostlega á stundum. Þess virði að sitja sjö og hálfan tíma yfir. Kannski. Kannski.
Það væri þess virði að athuga hér á kvikmyndasafninu hvort við getum ekki staðið fyrir sýningu á henni eins og kollegar okkar í Amsterdam gerðu.
Spurning hvort einhver myndi mæta. Ég myndi amk ekki nenna aftur.
En Hjálmar gat og gerði rétt og fær fyrir það verðlaun. Hlekk frá mér hér til hliðar. En það eru kannski engin verðlaun. Amk ekki góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli