8. feb. 2006
Einhver nefndi að skopmyndunum af M-manninum í Jótlandspóstinum mætti líkja við að teikna skopmynd af J-manninum. Það tel ég alrangt. J-maðurinn hefur verið teiknaður á alla vegu í mörghundruð ár, enda er kristnum mönnum fátt heilagt nú orðið. En samt, ég held að mörgum kristnum hefði verið brugðið ef birtar hefðu verið myndir af frelsaranum t.d. nauðgandi ungum múslimakonum eða skjótandi gyðinga.
Þar held ég að menn nái kannski frekar hvers kyns óvirðing við trú múslima þessar myndir voru, og eru. Ég skoðað þær í gær og þær eiga sér ekkert skjól í tjáningafrelsi eða ritfrelsi og fáránlegt að verja þær með einhverju frelsi fjölmiðla. Þær eru uppfullar af fordómum og óvirðingu í garð trúar sem er að mörgu leyti umburðarlynd en nefnir þó sérstaklega, líkt og bíblían, að hvers kyns helgimyndir og myndir af spámönnum séu í raun guðlast.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
uh ... kannast ekkert við neinar myndir af hundum að hömpa múslima . en ég er einmitt að tala um þessar með sprengjuna í túrbaninum og margar hinna. punkturinn minn er að það er ekki það sama fyrir kristna menn að birtar séu myndir af jesú og fyrir múslima að birtar séu myndir af múhammeð. þegar það eru svo orðnar skopmyndir er það hreinn og beinn dónaskapur og líklega glæpur í huga margra.
Skrifa ummæli