Sigga og Gunnhildi
Fabian
Lisu og Patrick
Christian og Louise og Margrethe
Þakka ég kærlega fyrir hittinginn og samveruna í misstuttan tíma síðustu viku
Þetta var frábært og ég hef ekkert meir um það að segja.
Útlönd rúla - Ísland sökkar. Við Jóhanna ráðgerum flutning af Íslandi í nánustu framtíð.
6. jan. 2006
29. des. 2005
HÆhó
Reykjavík í kvöld - Köben á morgun - Berlín á hinn
Síld á morgun með Sigga, Rönku, Gulla og svo náttúrulega henni Jóhönnu sætu sænsku.
Í hve skóhljóð mitt verður létt þá. Ó hve!
Í imbanum starir Bob Dylan á mig. Ég gef honum létt augantillit á móti.
Ég held að áramótin verði bara alveg skítsæmileg. Jájá.
Reykjavík í kvöld - Köben á morgun - Berlín á hinn
Síld á morgun með Sigga, Rönku, Gulla og svo náttúrulega henni Jóhönnu sætu sænsku.
Í hve skóhljóð mitt verður létt þá. Ó hve!
Í imbanum starir Bob Dylan á mig. Ég gef honum létt augantillit á móti.
Ég held að áramótin verði bara alveg skítsæmileg. Jájá.
27. des. 2005
meðalyfirdráttarskuldir Íslendinga eru um 500 kílókrónur á mann!! ég var einmitt farinn að furða mig á því hvernig allt þetta fólk hefði efni á 200 kílókróna flatskjám, tölvum og heimabíókerfum ásamt því að fara til útlanda fjórum sinnum á ári til að kaupa föt og demanta og gull.
Kemur náttúrulega í ljós að bankarnir eiga þetta allt.
Afhverju er þessi þjóð svona þenkjandi? Að þurfa að eignast allan fjandan og það ekki seinna en í gær. Hvers vegna þurfa allir að eignast bíl? Nei, ekki allir eignast bíl - helmingurinn eignast jeppa! Bigger - Better! Við erum á góðri leið til andskotans.
Best að koma sér af þessu skeri sem fyrst áður en það sekkur með manni og mús.
Kemur náttúrulega í ljós að bankarnir eiga þetta allt.
Afhverju er þessi þjóð svona þenkjandi? Að þurfa að eignast allan fjandan og það ekki seinna en í gær. Hvers vegna þurfa allir að eignast bíl? Nei, ekki allir eignast bíl - helmingurinn eignast jeppa! Bigger - Better! Við erum á góðri leið til andskotans.
Best að koma sér af þessu skeri sem fyrst áður en það sekkur með manni og mús.
25. des. 2005
20. des. 2005
Ef marka má DV (ég reikna svo sem ekkert sérstaklega með því) þá hafði séra Flóki ekki samvisku til að ljúga að börnunum um tilvist jólasveinsins. Ef ég væri prestur myndi ég nú bara láta blessaðan jólasveininn njóta vafans. Ég meina, guð og englar og svona lagað. Getur þá jólasveinninn ekki allt eins verið sprelllifandi þarna norður á pólnum? Ha?
Athugið: Ég mun engum gefa gjafir nema ástmey, nánustu skyldmennum og þeim sem ég mun eyða aðfangadagskvöldi og jólanótt með. Aðrir fá hugheilar jólakveðjur, ást mína og virðingu. Ég vona að restin af þjóðinni geri slíkt hið sama. Hugurinn skiptir máli og ást mín og virðing er ekki metin í pökkum, hvorki mjúkum né hörðum. Ég hefi þegar gefið peninginn sem sparast vegna þessa til SOS Barnaþorpa. Vinsamlega beinið fjármunum ykkar eitthvert annað en til mín. Ég hef hef það alveg ágætt!!
Athugið: Ég mun engum gefa gjafir nema ástmey, nánustu skyldmennum og þeim sem ég mun eyða aðfangadagskvöldi og jólanótt með. Aðrir fá hugheilar jólakveðjur, ást mína og virðingu. Ég vona að restin af þjóðinni geri slíkt hið sama. Hugurinn skiptir máli og ást mín og virðing er ekki metin í pökkum, hvorki mjúkum né hörðum. Ég hefi þegar gefið peninginn sem sparast vegna þessa til SOS Barnaþorpa. Vinsamlega beinið fjármunum ykkar eitthvert annað en til mín. Ég hef hef það alveg ágætt!!
19. des. 2005
16. des. 2005
14. des. 2005
Fyrir nákvæmlega ári síðan var ég líka með kvikmyndagetraun á blogginu mínu. Merkilegt:
"dinsdag, december 14, 2004
Þetta var svo skemmtilegt að ég ætla að varpa fram annarri getraun. Í þetta sinn ögn þyngri.1. Vísbending: Um er að ræða kvikmynd. Hún gerist á tímum síðari heimstyrjaldar sem einnig er efniviður hennar. Leikstjóri myndarinnar er vel þekktur en hann hefur þó einkum getið sér frægðar sem leikari. Hann er ákaflega virtur í heimalandi sínu og hefur hlotið sérstaka viðurkenningu þjóðhöfðingja síns. "
Svona gengur maður í hring í kringum allt sem er.
"dinsdag, december 14, 2004
Þetta var svo skemmtilegt að ég ætla að varpa fram annarri getraun. Í þetta sinn ögn þyngri.1. Vísbending: Um er að ræða kvikmynd. Hún gerist á tímum síðari heimstyrjaldar sem einnig er efniviður hennar. Leikstjóri myndarinnar er vel þekktur en hann hefur þó einkum getið sér frægðar sem leikari. Hann er ákaflega virtur í heimalandi sínu og hefur hlotið sérstaka viðurkenningu þjóðhöfðingja síns. "
Svona gengur maður í hring í kringum allt sem er.
13. des. 2005
Ég leit og sá hvað milligrammið er ótrúlega létt. Svo ótrúlega létt.
Uh. Segðu mér satt, kvað skáldið og kvaddi. Kvaddi mig sem sat saddur með mæjónes í munnvikinu. Öðru munnvikinu.
Einn daginn verð ég doktor. Þá muntu þrá mig eins og appelsín í bland við malt á jólum.
Þú og ég við dönsum dans dansanna. Dans-Anna dansar eins og Dísa drusla. Sem dansar ekki meir.
Einn daginn verð ég dokor og þú viðfangsefni mitt. Ég verð sérfræðingur í þér. Ég mun leggja á þig stundir. Ánægjustundir
Einn daginn verð ég doktor. Þá mun ég eiga svar við vangaveltum þínum.
Strá í vindi heldur dauðataki í digran trjástofninn á meðan nóttin bíðu handan við meyjarhaftið.
Uh. Segðu mér satt, kvað skáldið og kvaddi. Kvaddi mig sem sat saddur með mæjónes í munnvikinu. Öðru munnvikinu.
Einn daginn verð ég doktor. Þá muntu þrá mig eins og appelsín í bland við malt á jólum.
Þú og ég við dönsum dans dansanna. Dans-Anna dansar eins og Dísa drusla. Sem dansar ekki meir.
Einn daginn verð ég dokor og þú viðfangsefni mitt. Ég verð sérfræðingur í þér. Ég mun leggja á þig stundir. Ánægjustundir
Einn daginn verð ég doktor. Þá mun ég eiga svar við vangaveltum þínum.
Strá í vindi heldur dauðataki í digran trjástofninn á meðan nóttin bíðu handan við meyjarhaftið.
12. des. 2005
Philips DVD-spilarinn kemur að gagni. Takið eftir en er ekki að koma að gagni heldur kemur hann einfaldlega að gagni. Annars var þetta tryllt helgi. DVD-gláp á föstudag. Létt laugardagskvöld sem leiddi mig á Dillon og þaðan á Sirkus og þaðan heim. Svo almenn þynnka og notarlegheit á nýja heimilinu í gær. Kvöldinu að sjálfsögðu slúttað með DVD í tækinu
Speglaðu mig inn í framtíðina
Þú, spilari í skammdeginu
spáðu mér fyrir um morgundaginn
spennandi kostur í myrkrinu
Annars var ég kallaður nokkrum nöfnum þarna á djamminu: Sonur minn, besti kvikmyndagagnrýnandinn og sætur töffari.
Speglaðu mig inn í framtíðina
Þú, spilari í skammdeginu
spáðu mér fyrir um morgundaginn
spennandi kostur í myrkrinu
Annars var ég kallaður nokkrum nöfnum þarna á djamminu: Sonur minn, besti kvikmyndagagnrýnandinn og sætur töffari.
9. des. 2005
8. des. 2005
Gulla er komin með flösku. Hún gat rétt upp á La Battaglia di Algeri. Sú mynd er alveg mögnuð og hafið þið ekki séð hana þá gerið það sem fyrst. Ein vísbending átti að hljóða svo: "Pentagon notaði myndina til að sýna liðsforingjum í hernum hvernig berjast mætti gegn hryðjuverkum í Írak."
Á myndin, að mati Pentagons, að vera ágætis sýnidæmi hvernig koma má í veg fyrirhryðjuverk í hernumdu landi. Ekki skil ég hvernig þeir gátu lesið myndina þannig. Enn merkilegra verður þetta í ljósi þessa að andstæðingar Víetnamstríðsins sýndu myndina á sínum tíma máli sínu til stuðnings sem og Black Panthers hreyfingin svo og margar aðrar vinstri-hreyfingar um allan heim.
En þetta setur Abu Grahib pyntingarnar í ákveðið samhengi því myndin sýnir pyntingar franska hersins á meðlimum FLN. Máski það sé þaðan sem hugmyndin sé komin að þeim voðaverkum? Í auglýsingu Pentagons fyrir sýningu á myndinni segir: "How to win a battle against terrorism and loose the war of ideas. ...Children shoot soldiers at point blank range. Women plant bombs incafes. Soon the entire Arab population builds to a mad fervor. Soundfamiliar? The French have a plan. It succeeds tactically, but failsstrategically. To understand why, come to a rare showing of thisfilm."
En á maður ekki að skella fram síðustu kvikmyndagetrauninni? Svínþung í þetta sinn.
Getraun 10
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Myndin gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.
Á myndin, að mati Pentagons, að vera ágætis sýnidæmi hvernig koma má í veg fyrirhryðjuverk í hernumdu landi. Ekki skil ég hvernig þeir gátu lesið myndina þannig. Enn merkilegra verður þetta í ljósi þessa að andstæðingar Víetnamstríðsins sýndu myndina á sínum tíma máli sínu til stuðnings sem og Black Panthers hreyfingin svo og margar aðrar vinstri-hreyfingar um allan heim.
En þetta setur Abu Grahib pyntingarnar í ákveðið samhengi því myndin sýnir pyntingar franska hersins á meðlimum FLN. Máski það sé þaðan sem hugmyndin sé komin að þeim voðaverkum? Í auglýsingu Pentagons fyrir sýningu á myndinni segir: "How to win a battle against terrorism and loose the war of ideas. ...Children shoot soldiers at point blank range. Women plant bombs incafes. Soon the entire Arab population builds to a mad fervor. Soundfamiliar? The French have a plan. It succeeds tactically, but failsstrategically. To understand why, come to a rare showing of thisfilm."
En á maður ekki að skella fram síðustu kvikmyndagetrauninni? Svínþung í þetta sinn.
Getraun 10
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Myndin gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.
7. des. 2005
Það var kannski ekki rétt að nota orðið borgarastyrjöld. fer eftir því hvernig við skilgreinum það hugtak. en styrjöld var það vissulega.
1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á styrjöld
2. vísbending: Leikstjórinn, eins og í raun allt tökuliðið, er ítalskur.
3. vísbending: Myndin er mestmegnis á frönsku og arabísku.
1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á styrjöld
2. vísbending: Leikstjórinn, eins og í raun allt tökuliðið, er ítalskur.
3. vísbending: Myndin er mestmegnis á frönsku og arabísku.
Næsta vísbending átti að vera: Endurgerðin er í miklu uppáhaldi hjá Quentin Tarantino sem er jafnframt mikil aðdáandi leikstjóra upprunalegu myndarinnar.
En Hulli náði að svara á annari vísbendingu. À Bout de Souffle er málið.
Hann fær verðlaun: Jólagjöf frá mér í ár.
Getraun 9
Spurt er um kvikmynd.
1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á tiltekinni borgarastyrjöld.
En Hulli náði að svara á annari vísbendingu. À Bout de Souffle er málið.
Hann fær verðlaun: Jólagjöf frá mér í ár.
Getraun 9
Spurt er um kvikmynd.
1. vísbending: Kvikmyndin er raunsönn lýsing á tiltekinni borgarastyrjöld.
Já! Baggalútur, bjartasta von ársins, hefur sent frá sér enn eina snilldina.
En:
Getraun 8.
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Kvikmyndin er frönsk en hefur verið endurgerð í Bandaríkjunum.
2. vísbending: Aðalsöguhetjan er mikill aðdáandi Humphrey Bogarts.
En:
Getraun 8.
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Kvikmyndin er frönsk en hefur verið endurgerð í Bandaríkjunum.
2. vísbending: Aðalsöguhetjan er mikill aðdáandi Humphrey Bogarts.
og á meðan ég var að hamra inn 2. vísbendingu koma Gulla með rétta svarið.
Bonnie og Clyde er svarið! Sú mynd þykir marka upphafið á póst-klassískri Hollywoodmyndagerð þó margar eldri myndir falli vel innan þess ramma, t.d. Citizen Kaine, Rebel Without a Cause og Psycho.
Myndin sem Truffaut hvarf frá til að leikstýra er Farhenheit 451.
Gulla fær því verðlaun, rauðvínsglas á Ölstofunni við tækifæri.
Bonnie og Clyde er svarið! Sú mynd þykir marka upphafið á póst-klassískri Hollywoodmyndagerð þó margar eldri myndir falli vel innan þess ramma, t.d. Citizen Kaine, Rebel Without a Cause og Psycho.
Myndin sem Truffaut hvarf frá til að leikstýra er Farhenheit 451.
Gulla fær því verðlaun, rauðvínsglas á Ölstofunni við tækifæri.
Sálfræðingurinn Gulla stingur upp á Psycho. Það er ágæt uppástunga því sú markar visst upphaf á þróun fra klassískri Hollywood til póst-klassíkrar. Það er þó ekki myndin sem hér um ræðir.
1. vísbending: Myndin er af mörgum talin fyrsta póst-klassíska myndin í nýju Hollywood.
2. vísbending: François Truffaut átti upphaflega að leikstýra myndinni en hvarf frá verkinu til að leikstýra annarri mynd sem nýlega hefur verið nefnd hér á blogginu.
1. vísbending: Myndin er af mörgum talin fyrsta póst-klassíska myndin í nýju Hollywood.
2. vísbending: François Truffaut átti upphaflega að leikstýra myndinni en hvarf frá verkinu til að leikstýra annarri mynd sem nýlega hefur verið nefnd hér á blogginu.
6. des. 2005
Anonymous svarar: ?Myndin er The Fabulous Baker Boys. Leikarar eru bræðurnir Bridges og leikstjórinn heitir Steven Kloves.?
Þetta svar er merkilega senniglegt miðað við vísbendingarnar en ekki hið rétta. Því miður fyrir Anonymous.
3. vísbending: Annar bræðranna sem leika aðalhlutverkin skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum.
Þetta svar er merkilega senniglegt miðað við vísbendingarnar en ekki hið rétta. Því miður fyrir Anonymous.
3. vísbending: Annar bræðranna sem leika aðalhlutverkin skrifar handritið að myndinni ásamt leikstjóranum.
Hugleikur svaraði víst á meðan ég var að dúndra inn sjöttu vísbendingu (sá svar við færslunni á undan). Svo hann fær heiðurinn og verðlaun. Vídeóveislu á Njálsgötunni og Tuborg jólabjór.
En það er um að gera að halda kvikmyndagetrauninni áfram. Það er varla hægt að segja að ég sé að sóa tíma í vinnunni þar sem ég vinn á kvikmyndasafni og eitt af markmiðum safnsins er að miðla fróðleik um kvikmyndir og stuðla að umræðu um þær.
Höldum því áfram:
Enn er spurt um kvikmynd:
1. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd. Hún er byggð á samnefndri stuttmynd sama leikstjóra.
En það er um að gera að halda kvikmyndagetrauninni áfram. Það er varla hægt að segja að ég sé að sóa tíma í vinnunni þar sem ég vinn á kvikmyndasafni og eitt af markmiðum safnsins er að miðla fróðleik um kvikmyndir og stuðla að umræðu um þær.
Höldum því áfram:
Enn er spurt um kvikmynd:
1. vísbending: Kvikmyndin er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd. Hún er byggð á samnefndri stuttmynd sama leikstjóra.
Ekkert gengur með getraunina. Sjötta vísbending ætti að gefa svarið:
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
5. vísbending: Í aðalhlutverkum eru tvær þekktar Hollywoodstjörnur. Skírnarnöfn þeirra byrja bæði á stafnum A.
6. vísbending: Fyrri myndin er frönsk og var í leikstjórn François Truffaut.
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
5. vísbending: Í aðalhlutverkum eru tvær þekktar Hollywoodstjörnur. Skírnarnöfn þeirra byrja bæði á stafnum A.
6. vísbending: Fyrri myndin er frönsk og var í leikstjórn François Truffaut.
Flutt var í gær af mér og Jóhönnu í gula húsið á Njálsgötu. Á Njálsgötu hefi ég aldrei búið og safnast hún nú í hóp gatna sem ég hef búið á í lengri eða skemmri tíma frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Hvaða götur eru þetta annars?
Oddagata
Eggertsgata
Leirutangi
Einarssnes
Tryggvagata
Hallveigarstígur
Hjarðarhagi
Ásvallagata
Dolhaantjestraat
Prinsengracht
Czaar Peterstraat
Snorrabraut
Njálsgata
Mig grunar að þessum flutningum sé hvergi nærri lokið!
En ekki hefur enn borist rétt svar við getrauninni. Bætum við vísbendingu:
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
5. vísbending: Í aðalhlutverkum eru tvær þekktar Hollywoodstjörnur. Skírnarnöfn þeirra byrja bæði á stafnum A.
Oddagata
Eggertsgata
Leirutangi
Einarssnes
Tryggvagata
Hallveigarstígur
Hjarðarhagi
Ásvallagata
Dolhaantjestraat
Prinsengracht
Czaar Peterstraat
Snorrabraut
Njálsgata
Mig grunar að þessum flutningum sé hvergi nærri lokið!
En ekki hefur enn borist rétt svar við getrauninni. Bætum við vísbendingu:
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
5. vísbending: Í aðalhlutverkum eru tvær þekktar Hollywoodstjörnur. Skírnarnöfn þeirra byrja bæði á stafnum A.
5. des. 2005
Ekki hefur komið rétt svar við getrauninni. Að vísu er spursmál hvort segja megi að myndin sé endurgerð eldrir myndar frekar en að þær séu gerðar eftir sömu sögunni.
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
3. vísbending: Kvikmyndin er bandarísk. Fyrri myndin er það ekki.
4. vísbending: Í myndinni eru djarfar kynlífssenur og vilja sumir flokka hana sem ljósbláa kvikmynd.
Í dag verður stóri flutningadagurinn. Þegar ég ásamt Jóhönnu sætu sænsku flyt frá Snorrabúð í Njálsbúð. Við höldum okkur við fornar hetjur.
Lesendur höfðu helgina til að leysa getraunina. Svarið er enn ekki komið. (Já, ótrúlegt en satt þá hafa fleiri myndir frá árinu 1969 en Italian Job verið endugerðar!).
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
Lesendur höfðu helgina til að leysa getraunina. Svarið er enn ekki komið. (Já, ótrúlegt en satt þá hafa fleiri myndir frá árinu 1969 en Italian Job verið endugerðar!).
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
2. vísbending: Sögusvið myndarinnar er Kúba.
2. des. 2005
Nei hver djöfull! Þetta átti að fara upp í tvær vísbendingar í viðbót! Hugrún gat þetta og fær að launum kvikmyndina Veggfóður á VHS spólu með enskum texta. Hún getur sótt hana á Njálsgötu eftir helgi. Walk, don't run. Leikarinn var Cary Grant.
Á maður að skella inn síðustu getraun dagsins?
Jájá - er það ekki bara.
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
Á maður að skella inn síðustu getraun dagsins?
Jájá - er það ekki bara.
1. vísbending: Spurt er um kvikmynd. Myndin er endurgerð eldri myndar frá 1969.
Ég fann Blekkingarleik eftir Dan Brown í gluggakistunni heima hjá mér. Greip hana og fletti og svo var ég allt í einu búinn að klára hana. Magnað hvað Dan Brown getur skrifað grípandi en jafnfram lélegar bækur. Ég las Da Vinci lykilinn svona í hendingskasti eins og líklega fleiri. Það var hins vegar á ensku. Blekkingarleik las ég á íslensku. Sú þýðing var þónokkuð slæm. Hefði geta verið fínt dæmi um lélega þýðingu í þýðingahluta námskeiðins sem ég kenndi í haust.
En þýðandinn hafði svo sem ekkert sérlega góðan efnivið ef Blekkingarleikur var á einhvernhátt svipuð skrifuð bók og Da Vincy lykillinn.
En hvað um það. Ætli sé ekki kominn tími á aðra vísbendingu:
Titill kvikmyndarinnar er hinn sami og á vinsælum smelli með hljómsveitinni The Ventures.
En þýðandinn hafði svo sem ekkert sérlega góðan efnivið ef Blekkingarleikur var á einhvernhátt svipuð skrifuð bók og Da Vincy lykillinn.
En hvað um það. Ætli sé ekki kominn tími á aðra vísbendingu:
Titill kvikmyndarinnar er hinn sami og á vinsælum smelli með hljómsveitinni The Ventures.
Nafnlaus svaraði Sergio Leone. Það er rétt! Hins vegar er ekki hægt að veita verðlaun nafnleysingjum svo enn eru í boði verðlaun sem vert er að koma út. Því verður lagt í þriðju getraun dagsins. Í þetta sinn læt ég engin ártöl koma fram í fyrstu vísbendingum. Það er greinilega of auðvelt.
Spurt er um kvikmynd. Kvikmyndin var sú síðasta sem aðaleikari hennar lék í.
Spurt er um kvikmynd. Kvikmyndin var sú síðasta sem aðaleikari hennar lék í.
Strætisvagninn var ísskápur á hjólum sem flutti frostkarla á leið í vinnu.
Það var ó, svo kalt.
Það er föstudagur og eina ráðið er að stofna hér til getraunar. Það virðist alltaf vekja lukku af værum svefni. Þar sem ég er kvikmyndarýnir er við hæfi að hafa kvikmyndaumfjöllun. Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrsta rétt svar.
Spurt er um kvikmynd:
1. Kvikmyndin kom út árið 1966. Ljósmyndun er í aðalhlutverki.
Það var ó, svo kalt.
Það er föstudagur og eina ráðið er að stofna hér til getraunar. Það virðist alltaf vekja lukku af værum svefni. Þar sem ég er kvikmyndarýnir er við hæfi að hafa kvikmyndaumfjöllun. Vegleg verðlaun í boði fyrir fyrsta rétt svar.
Spurt er um kvikmynd:
1. Kvikmyndin kom út árið 1966. Ljósmyndun er í aðalhlutverki.
1. des. 2005
Erna og Þórdís eru, eins og margur landinn, fjúríus út í nýja Ópallúkkið. Mér finnst það ekki galið, bara öðruvísi. Ég skil vel að retrófílar verði önugir enda kannsi óþarfi að breyta sígildu lúkki. En ég frétti frá einhverjum stjórnanda hjá Nóa Siríus að gamla lúkkið fengi að halda sér á Risaópal pökkunum, enda er það nú það eina sem ég kaupi. Hitt draslið er nemlig sykurlaust. Og fyrir mér er bara gjörsamlega út í hött að eta sykurlaust sælgæti. Það er svona þverstæða, eins og áfengislaus bjór og frakki sem er vinur manns.
30. nóv. 2005
22. nóv. 2005
Ha!? Mér heyrsti (er að hlusta á Kastljós með öðru eyranu) að verið sé að gefa nákvæmar leiðbeiningar um hvernig megi nauðga með hjálp svefnlyfja! Gesturinn hjá þeim er svona að benda á hvaða önnur lyf má nota í "sama tilgangi" og að það taki svo og svo langan tíma fyrir þau að virka og að best sé að blanda við áfengi og svo framvegis.
sjiiiit
sjiiiit
21. nóv. 2005
Helgin var nokkuð viðburðasnauð fyrir utan blóðbaðið á 22 á föstudag og beztu tónleika í heimi á Grand Rokki á laugardag.
Deep Jimi and the Zep Creams er án vafa bezta hljómsveit Íslandssögunnar. Og líklega best geymda leyndarmálið. Það er undarlegt að fólk sem ég kalla vini mína og fjölskyldu kannast ekki við Deep Jimi. Hvar voruð þið árið 1992? Hvergi nálægt mér að minnsta kosti.
Deep Jimi and the Zep Creams er án vafa bezta hljómsveit Íslandssögunnar. Og líklega best geymda leyndarmálið. Það er undarlegt að fólk sem ég kalla vini mína og fjölskyldu kannast ekki við Deep Jimi. Hvar voruð þið árið 1992? Hvergi nálægt mér að minnsta kosti.
18. nóv. 2005
Ég var að fletta Málinu áðan í strætó. Þar var flennistjór auglýsing með Krumma Halldórssyni frá Mogganum. Við fyrsta lestur sýndist mér það standa: ÍHALDIÐ SKIPTIR ÖLLU.
Það hefði þó verið frábær auglýsing. Skora á Moggann að láta vaða.
Annar mæli ég með Máli gærdagsins. Síða átján þar er alveg þolanleg.
Það hefði þó verið frábær auglýsing. Skora á Moggann að láta vaða.
Annar mæli ég með Máli gærdagsins. Síða átján þar er alveg þolanleg.
16. nóv. 2005
Þurfti virkilega erlenda úttekt til að menn áttuðu sig á hversu bágborin fjárhagsstaða Háskólans er? Stúdentar hafa til dæmis bent á það í fjöldamörg á að opinberar fjárvetingar til ríkisháskólanna á Íslandi eru með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Þetta er kannski til marks um það að fólk er löngu hætt að hlusta á stúdenta!
15. nóv. 2005
Merkilegt líka hvað Víking maltöl er miklu verra á bragðið en Egils.
Og guð minn almálttugur hvað mig langar mikið í diskinn með Deep Jimi and the Zep Creams.
Og guð hvað mig langar mikið í gamla diskinn, Fúnkí dínósárinn sem ég týndi fyrir um 10 árum.
Mikið andskoti langar mig líka á útgáfutónleikana þeirra nk. laugardag.
Held ég skelli mér.
Og guð minn almálttugur hvað mig langar mikið í diskinn með Deep Jimi and the Zep Creams.
Og guð hvað mig langar mikið í gamla diskinn, Fúnkí dínósárinn sem ég týndi fyrir um 10 árum.
Mikið andskoti langar mig líka á útgáfutónleikana þeirra nk. laugardag.
Held ég skelli mér.
Skv. þessari frétt er til í Reykjavík Preststígur. Hvar er hann? Bíddu við. Stígur bendi til miðbæjarins/Þingholta. En það getur vart verið. Þetta er kannski í þessu s.k. Þúsaldarhverfi þar sem öllu götuheiti hafa trúarvísanir. En eru það ekki bara geislar og baugar? Er til Biblíubraut?
Já - nú á ég von á góðu. Engum sporum í verðlaun frá höfundi sjálfum. Rambaði þarna á rétt svar. Það held ég að leitarvélin Google hljóti að auðvelda rannsóknarlögreglumönnum nútímast störfin. Gaman væri að sjá þátt um það. Hint - einhver í heimildamyndagerð.
Kannski maður eigi að gera það að næsta djobbi. Hver vill starta með mér heimildamyndagerðinni Naskur ehf. ?
Kjallarinn á Snorrabrautinni er upplagður sem kosningamiðstöð. Þetta er allt að gerast.
Kannski maður eigi að gera það að næsta djobbi. Hver vill starta með mér heimildamyndagerðinni Naskur ehf. ?
Kjallarinn á Snorrabrautinni er upplagður sem kosningamiðstöð. Þetta er allt að gerast.
14. nóv. 2005
Hvað hét hún? Gullbrá? Hvort það var hún eða einhver annar en hingað kom einhver og kláraði súpuna okkar Jóhönnu. Við skruppum í bíó á meðan hún kólnaði hér á hellunni. Potturinn var tómur þegar við komum heim.
Gullbrá? Eða var það Gulli? Hann myndi gera svona. Klára matinn manns. Það væri þá ekki í fyrsta sinn ....
annars var það Hostel sem ég einhvern daginn mun birta eftir mig bíórýni um þá mynd. Þá mun ég vara viðkvæmar sálir að fara á myndina og ráðleggja hinum að sjá hana á fastandi maga. Guð minn, guð minn, enn sá viðbjóður. En ágæt filma fyrir utan það.
Gullbrá? Eða var það Gulli? Hann myndi gera svona. Klára matinn manns. Það væri þá ekki í fyrsta sinn ....
annars var það Hostel sem ég einhvern daginn mun birta eftir mig bíórýni um þá mynd. Þá mun ég vara viðkvæmar sálir að fara á myndina og ráðleggja hinum að sjá hana á fastandi maga. Guð minn, guð minn, enn sá viðbjóður. En ágæt filma fyrir utan það.
Ég fór þyrstur í vinnuna og varð fyrir vikið fyrstur í vinnuna. Á mánudegi. Mér er best að lifa enda batnandi. Ég hef þegar fengið mikla hvatningu til að gefa kost á mér í fyrsta sætið. Helstu stefnumál: Banna einkabílinn og gefa frítt í strætó og hita upp strætóskýli. Miklubraut undir stokk, flugvöllinn burt, efling miðbæjarins og setja á úthverfaskatt. Hjólreiðavæða borgina og afhenda veggjakrotara.
Slagorðið: Veljum frelsi ekki frjálshyggju!
Slagorðið: Veljum frelsi ekki frjálshyggju!
11. nóv. 2005
Á forsíðu Moggans í dag er mynd af Kára Stefánssyni undir fyrirsögninni:
MÖGULEGA ÁBYRGUR FYRIR HELMINGI HJARTAÁFALLA
Í næsta tíma ætla ég að nefna samræmi mynda og fyrirsagna. Kannski nota ég þetta sem dæmi.
Meria um svona efst á mbl.is akkúrat núna er þessi frétt:
Mjaldur dreginn að landi
Inúítinn Karlin Itchoak dregur inn netið eftir að hafa fanga mjaldur við Nomehöfða nálægt Nome í Alaska. Inúítar í Alaska fá að veiða nokkra mjaldra í Beringshafi á vorin og haustin þegar hvalirnir fara milli norður- og vesturstranda Alaska. Þessar veiðar eru mikilvægar fyrir byggðirnar í vesturhluta Alaska því bæði eru hvalirnir mikilvæg fæða og veiðarnar eru hluti af menningu og hefðum Inúíta á svæðinu. Talið er að um 18 þúsund mjaldrar séu í stofninum, sem veitt er úr við Alaska.
Veit svo sem ekki hvort svona telst frétt.
MÖGULEGA ÁBYRGUR FYRIR HELMINGI HJARTAÁFALLA
Í næsta tíma ætla ég að nefna samræmi mynda og fyrirsagna. Kannski nota ég þetta sem dæmi.
Meria um svona efst á mbl.is akkúrat núna er þessi frétt:
Mjaldur dreginn að landi
Inúítinn Karlin Itchoak dregur inn netið eftir að hafa fanga mjaldur við Nomehöfða nálægt Nome í Alaska. Inúítar í Alaska fá að veiða nokkra mjaldra í Beringshafi á vorin og haustin þegar hvalirnir fara milli norður- og vesturstranda Alaska. Þessar veiðar eru mikilvægar fyrir byggðirnar í vesturhluta Alaska því bæði eru hvalirnir mikilvæg fæða og veiðarnar eru hluti af menningu og hefðum Inúíta á svæðinu. Talið er að um 18 þúsund mjaldrar séu í stofninum, sem veitt er úr við Alaska.
Veit svo sem ekki hvort svona telst frétt.
8. nóv. 2005
Franska byltingin markaði víst upphaf blaðamennsku á vesturlöndum. Óeirðirnar í París eru fréttaefni dagsins í dag. Svona er heimurinn endalaus röð orsakatengsla. Við erum bara hlutur sem speglast um stund á annars gegnsærri rúðunni sem við köllum tilveru.
Nokkurnveginn svona var nám mitt í Media Studies.
Nokkurnveginn svona var nám mitt í Media Studies.
4. nóv. 2005
2. nóv. 2005
jæja, einhvern stuðning hefi ég. ég vil þó vekja athygli á að ef ég næði kjöri myndi ég ekki sækjast eftir borgarstjórastóli heldur beita mér fyrir að borgarstjóri yrði ráðinn, t.d. úr atvinnulífinu. Enda tel ég að slíkt hafi gefist vel. Maður þarf bara að vona að viðkomandi hafi ekki verið aðili að ólöglegu samráði eða öðrum þrjótaskap.
Annars hefi ég svona verið að hlusta á Rás tvö undanfarna vinnudaga. Það er alveg skelfilegt tilbreytingarleysi í tónlistarvali þar. Ég hélt að þar væri ekki spilað eftir svokölluðum pleilistum. Ég er kominn svoleiðis með gubbuna af þessu kínverska reiðhjólalagi. Sama lagið með Jozé Gonzales er í sífelldri spilun þó að öll lögin á plötunni hans séu jafngóð. ?Nýja? dúkkulísulagið er líka orðið ofsa þreytt. Og Hjálmar mega alveg hvílast einn dag áður en ég verð leiður á þeim líka. Allt eru þetta ágæt lög en það er óþarfi að endurtaka þau oft á dag!
Annars hefi ég svona verið að hlusta á Rás tvö undanfarna vinnudaga. Það er alveg skelfilegt tilbreytingarleysi í tónlistarvali þar. Ég hélt að þar væri ekki spilað eftir svokölluðum pleilistum. Ég er kominn svoleiðis með gubbuna af þessu kínverska reiðhjólalagi. Sama lagið með Jozé Gonzales er í sífelldri spilun þó að öll lögin á plötunni hans séu jafngóð. ?Nýja? dúkkulísulagið er líka orðið ofsa þreytt. Og Hjálmar mega alveg hvílast einn dag áður en ég verð leiður á þeim líka. Allt eru þetta ágæt lög en það er óþarfi að endurtaka þau oft á dag!
það er brotið nú í lífi mínu blað
maður internetsins, fpm, hefur horfið af því. hann svarar ekki msn eða tölvupóstum og blogger vart meir. hann er kannski svona eins og guð. heldur sig baka til og stjórnar og skapar en þáttakendur fá ekki að sjá hann. enda er guð allt of upptekinn við að vara á vappi með mannkyninu.
en hvað er þetta, maður farinn að líkja vini sínum við guð. minna má það nú vera.
maður internetsins, fpm, hefur horfið af því. hann svarar ekki msn eða tölvupóstum og blogger vart meir. hann er kannski svona eins og guð. heldur sig baka til og stjórnar og skapar en þáttakendur fá ekki að sjá hann. enda er guð allt of upptekinn við að vara á vappi með mannkyninu.
en hvað er þetta, maður farinn að líkja vini sínum við guð. minna má það nú vera.
Ég er víst skráður í Samfylkinguna. Það gerðist þegar ég skrifaði í það sem ég taldi vera gestabók á stofnfundi Ungra jafnaðarmanna. Það reyndist hinsvegar vera stofnskrá. Hef þó verið á leiðinni að skrá mig úr flokknum undanfarin misseri. En nú er ég að spá að gera það ekki en gefa þess í stað kost á mér í fyrsta sæti listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Áður en ég lýsi því hreinlega yfir er vert að kanna baklandið. Á maður ekki séns?
31. okt. 2005
Vanafesti. Þegar ég vann á Yddu fékk ég mér í flest hádegi túnfisksamloku frá texas og Egils sódavatn. Þegar ég var með aðsetur á Reykjavíkurakademíu var það jafna Júmbó túnfisksamloka og Hálfur lítir af Tópí. Nú er það Samlokubrauð með Goða kindakæfu og eplasaft. Í dag hrundi svo veröld mín þegar ég komst að því að ég hafði fyrir mistök keypt Goða skólakæfu sem er í alveg eins umbúðum og kindakæfan.
Dagurinn: ónýtur.
Dagurinn: ónýtur.
28. okt. 2005
Nú er klukkan orðin þrjú og eins og vanalega um þetta leyti á föstudögum er hugurinn haldinn heim á leið. En líkamlega er ég í vinnunni og hamra eitthvað svona bull inn á tölvuna til þess að eitthvert lífsmark heyrist úr skrifstofunni minni. Kannski ég hringi í Gulla svona til að svo virðist líka sem ég sé að sinna mikilvægum erindum.
En svo gæti ég nú bara líka unnið í alvörunni!
En svo gæti ég nú bara líka unnið í alvörunni!
26. okt. 2005
Annars voru í gær bókaðir fjórir miðar á þetta. Já! Svo verður Blonde Redhead að spila um svipað leyti og The Hitchhiker's Guide to the Galaxy Exhibition rétt að ljúka. Og svo bara London í heild sinni. Mikið hlakka ég til. Mikið.
Ef andinn væri yfir mér myndi ég skella hér fram stöku.
En hér er enginn andi. Frekar en vanalega.
Svo ég hætti þessu rugli og hleyp af stað.
Fór á fætur fyrir margar aldir og sturtaði mig og hellti upp á kaffi sem ég síðan drakk úr bolla og virti fyrir mér sjálfan mig og daginn framundan. Þormóður læddist á lappir og laumaði sér út svo að ég rétt náið í skottið á honum. Við héldum svo á venjubundinn morgunfund í s-einum.
En hér er enginn andi. Frekar en vanalega.
Svo ég hætti þessu rugli og hleyp af stað.
Fór á fætur fyrir margar aldir og sturtaði mig og hellti upp á kaffi sem ég síðan drakk úr bolla og virti fyrir mér sjálfan mig og daginn framundan. Þormóður læddist á lappir og laumaði sér út svo að ég rétt náið í skottið á honum. Við héldum svo á venjubundinn morgunfund í s-einum.
25. okt. 2005
Morgunbirtan vakti mig með hæglátu brosi og ég rauk af stað með strætó inn í framtíðina. Kristín var á sínum stað við strætóskýlið á Lækjartorgi en Þormóð vantaði í sætið við hliðina á mér. Ég saknaði návistar við hann á þessari stuttu leið en ég má kenna mér sjálfum um því ég bankaði ekki á dyrnar hjá honum á leið minni út.
Ráðgert er að skella sér á söngleik í London.
Svo virðist sem 50 þúsund kvenna frí hafi mest komið niður á símsvörun í fyrirtækjum. Samkvæmt fréttum a.m.k.
Ráðgert er að skella sér á söngleik í London.
Svo virðist sem 50 þúsund kvenna frí hafi mest komið niður á símsvörun í fyrirtækjum. Samkvæmt fréttum a.m.k.
24. okt. 2005
Mánudagur. Mána dagur. Moonday. Þormóður var ekki hrifinn í gær að þurfa að hefja á ný vinnuviku. Í strætó í morgun gat hann þó ekki beðið að komast í vinnuna. Ég er í vinnu núna. Reyndar mestmegnis að sinna öðrum hugðarefnum. Eða svona aukastarfinu sem kvikmyndarýnir. Að þessu sinni er það kvikmyndin Africa United sem rýnt verður í.
London er það svo síðustu helgina í nóvember.
London er það svo síðustu helgina í nóvember.
21. okt. 2005
Ég held ég sé einn í húsinu. Einn og það eina sem ég heyri er fingrasláttur minn á lyklaborðinu sem brýtur takt klukkunnar sem hangir á veggnum hjá mér. Hangir hér í vinnunni eins og ég. Dagurinn farinn að skima í átt til kvöldsins og hugur minn löngu haldinn heim á leið.
í dúett klukkutifsins og fingrasláttsins bætist fjarlægur ómur radda vinnufélaga minna. Ég er ekki lengur einn. "Enginn er eyland," gæti sólargeislinn sem læðist fyrir aftan mig verið að hvísla að mér. Í tríóið hefur bæst urg kaffivélarinnar inni í eldhúsi. Söngurinn er fyllir mig lífi, blæs í mig þrótt og brátt stend ég upp því viðlagið er á næsta leiti og þá get ég sungið með.
í dúett klukkutifsins og fingrasláttsins bætist fjarlægur ómur radda vinnufélaga minna. Ég er ekki lengur einn. "Enginn er eyland," gæti sólargeislinn sem læðist fyrir aftan mig verið að hvísla að mér. Í tríóið hefur bæst urg kaffivélarinnar inni í eldhúsi. Söngurinn er fyllir mig lífi, blæs í mig þrótt og brátt stend ég upp því viðlagið er á næsta leiti og þá get ég sungið með.
Enginn spurði vorið hvort það vildi koma á undan sumrinu
þessi vinnuvika hefur liðið. Svo sem eins og aðrar vikur. Því vikur eru tími og tíminn líður og tíminn er eins og vatnið.
Var vinnuvikan þá blaut? Það veit ég ekki. Ég eyddi henni mestmegnis uppi í rúmi. Lasinn. En ég komst líka á airwaves. Ég náði líka að nota texta Stefáns Hilmarssonar sem dæmi í kennslu í Háskólanum. Þá held ég eigi ekkert eftir nema að gifta mig og eignast börn. Að því loknu get ég dáið og fallið í gleymsku.
þessi vinnuvika hefur liðið. Svo sem eins og aðrar vikur. Því vikur eru tími og tíminn líður og tíminn er eins og vatnið.
Var vinnuvikan þá blaut? Það veit ég ekki. Ég eyddi henni mestmegnis uppi í rúmi. Lasinn. En ég komst líka á airwaves. Ég náði líka að nota texta Stefáns Hilmarssonar sem dæmi í kennslu í Háskólanum. Þá held ég eigi ekkert eftir nema að gifta mig og eignast börn. Að því loknu get ég dáið og fallið í gleymsku.
17. okt. 2005
Fer ekkert sérstaklega út í lýsingar á því sem ég aðhafðist á klóstinu áðan. Vísa í fyrri færslu. Hins vegar fórum við Jóhanna í rómaðan markað á Mýrargötunni sem Huxy benti mér á um daginn. Við fórum þangað með það að markmiði að skoða, enda var göngutúrinn farinn einkum tið að ferskja loftið í lungum Jóhönnu. Engu að síður komum við út með nokkrar gripi, appelsínugulan kúst, grænt kústskaft, pizzabökunarplötu, ávaxta- og kartöfluskrælara og segul til að hengja hnífa á vegg. Ég er mikill kiddsjengadjettmaður. Hið stefnum því á aðra ferð næstu helgi.
14. okt. 2005
Nú fyrir stundu tilkynntu framleiðendur Bond myndanna hver mun fara með hlutverk kappans sjálfs í næstu mynd. Það er Englendingurinn Daniel Craig. Sjálfur hafði ég hálfpartinn búist við Clive Owen í hlutverkið. Hann tel ég vera næstbesta kostinn á eftir Pierce gamla. Ég er alveg á því að Pierce var nánast fullkominn fyrir hlutverkið. Einnig hefði verið gaman að sjá Hugh Jackman í hlutverkinu. Hann hefði t.d. hentað vel fyrir einmitt næstu mynd, Casino Royale, sem er byggð á fyrstu bókinni um Bond. Ég hlakka amk til að sjá þá mynd og það er bara að vona ao Craig skili sínu.
Nú er ég farinn. Hvílíkur gæða texti annars. Eitt sinn skrifaði ég grein um textagerð Stefáns Hilmarssonar. Það kom mér á óvart þá að Nú er ég farinn var einmitt ekki eftir hann heldur Gumma. Þetta er annars nokkuð dæmigerður stíll og efnistök fyrir Stebba.
Allt er á tjá og tundri
get ekki fötin mín fundið.
Ei hissa þó þig undri.
Er svipur hjá sjónu?
Framlágur er heldur kappinn.
Floginn um hvippinn og hvappinn.
Ég verð að safna í sarpinn
og sofa hjá Jónu.
Ég bið um frið, æ gef mér grið.
Ég verð að hvílast stundarkorn.
Ó, ekki meir, ég er eins og leir.
Ég spyr: Færðu aldrei nóg?
Nú er ég farinn.
Meinilla farinn og búinn að vera.
Þverrandi þor, ekkert hægt að gera.
Nú er ég farinn!
Með hausgarminn undir hendi
ég henni tóninn minn sendi.
Veit ekki hvar ég lendi.
Ég er loðinn um nárann.
Nú finnst mér mál að linni.
Verð ekki lengur hér inni.
Ég vona bara að hún finni mig ekki í fjöru.
Ég bið um frið...
Nú er ég farinn...
Kannski get ég notað sálartexta sem dæmi þegar ég fer í stílfræðina í næstu tímum!?
Allt er á tjá og tundri
get ekki fötin mín fundið.
Ei hissa þó þig undri.
Er svipur hjá sjónu?
Framlágur er heldur kappinn.
Floginn um hvippinn og hvappinn.
Ég verð að safna í sarpinn
og sofa hjá Jónu.
Ég bið um frið, æ gef mér grið.
Ég verð að hvílast stundarkorn.
Ó, ekki meir, ég er eins og leir.
Ég spyr: Færðu aldrei nóg?
Nú er ég farinn.
Meinilla farinn og búinn að vera.
Þverrandi þor, ekkert hægt að gera.
Nú er ég farinn!
Með hausgarminn undir hendi
ég henni tóninn minn sendi.
Veit ekki hvar ég lendi.
Ég er loðinn um nárann.
Nú finnst mér mál að linni.
Verð ekki lengur hér inni.
Ég vona bara að hún finni mig ekki í fjöru.
Ég bið um frið...
Nú er ég farinn...
Kannski get ég notað sálartexta sem dæmi þegar ég fer í stílfræðina í næstu tímum!?
Ég hef fjárfest í miða á loftbylgjurnar - 11.400 takk fyrir það gamli refur - ha í kvöld? mummi - já - kvikymdatónleikar voru bezta skemmtun - sjá - ójá.
Nú er dagur föstu og ég græt ei meir - mest var af vondum böndum í gær - Jeff hver stóð þó uppúr - já - mér finnst jeff hver bara fínt samsafn tónlistar.
En nú er mál að linni - verð ekki lengur hér inni
Nú er dagur föstu og ég græt ei meir - mest var af vondum böndum í gær - Jeff hver stóð þó uppúr - já - mér finnst jeff hver bara fínt samsafn tónlistar.
En nú er mál að linni - verð ekki lengur hér inni
12. okt. 2005
Já, merkilegt kerfi sem ég skil ekki. Strætó tekur mig í vinnuna. Í dag var hann seinn. S-einn. Nú, svo þegar við komum í Fjörðinn þá drepur bílstjórinn á vagninum og tilkynnir mér að hann sé orðinn svo seinn að hann fari ekkert áfram út á Ásvelli fyrr en eftir tíu mínútur. Ha, segi ég? Ertu orðinn svo seinn að þú ætlar að verða enn seinni? Já, sagði bílstjórinn, gekk út úr vagninum og lokaði mig inni.
Ég varð fyrir vikið korteri og seinn í vinnuna.
Volvókaupin komin einu skrefi nær raunveruleikanum.
Ég varð fyrir vikið korteri og seinn í vinnuna.
Volvókaupin komin einu skrefi nær raunveruleikanum.
11. okt. 2005
Að hafa ekkert að segja: "man ekki hvað ég ætlaði að blogga en..."
eða "var búinn að blogga vel en svo hvarf færslan"
Annar hef ég mest lítið að segja svona fyrir utan það að ég er hálfóvinnufær sökum axlarverja. Það er vöðvabólga ellegar klemmd taug er að angra mig svo mikið að ég held ég þurfi barasta að fara heim að leggja mig. Svei mér!
eða "var búinn að blogga vel en svo hvarf færslan"
Annar hef ég mest lítið að segja svona fyrir utan það að ég er hálfóvinnufær sökum axlarverja. Það er vöðvabólga ellegar klemmd taug er að angra mig svo mikið að ég held ég þurfi barasta að fara heim að leggja mig. Svei mér!
10. okt. 2005
Með tak í baki ligg i uppá laki og horfið á þakið á næsta húsi.
Á laugardag var hér partý sökum afmæla þornanna þriggja, þórarins, þorra og þrándar.
Komið hefur verið upp sjónvarpsmiðstöð á heimilinu. Þetta er dálítið sjúkt.
Á laugardag var hér partý sökum afmæla þornanna þriggja, þórarins, þorra og þrándar.
Komið hefur verið upp sjónvarpsmiðstöð á heimilinu. Þetta er dálítið sjúkt.
7. okt. 2005
It's Friday, I'm in love - like other days. Bottleday as it is so eloquently put in Icelandic!
Ég uppgötvaði það á leið minni til vinnu, í strætisvagninum sem stóð undir nafni og var s-einn, að ég mun aldrei upplifa framtíðina.
of seinn
í strætó
uppgötvaði ég
mér til ómældrar gremju
að framtíðina mun ég aldrei upplifa
þegar hún loksins kemur
verður hún aðeins að brotakenndu núi
í örskotsstund
áður en hún umbreytist samstundis
í fortíðina
að eilífu
eða eitthvað á þá leið. Svo er kominn tími til að ríkislögreglustjóri, Halli Joh, segi af sér. Manninum er alls ekki stætt að stjórna lögregluríkinu. Bóbó liðþjálfi ætti líka að hætta. Og fleiri og fleiri. Um þetta reit ég grein sem ég birti aldrei. Það var svo sem ágætt líka.
Hvað á annars að gera um helgina krakkar? Sjálfur ætla ég að drekka mig fullan og taka svo þátt í orgíunni á sirkus. Kynsvall, kynsvall, kynsvall!
Ég uppgötvaði það á leið minni til vinnu, í strætisvagninum sem stóð undir nafni og var s-einn, að ég mun aldrei upplifa framtíðina.
of seinn
í strætó
uppgötvaði ég
mér til ómældrar gremju
að framtíðina mun ég aldrei upplifa
þegar hún loksins kemur
verður hún aðeins að brotakenndu núi
í örskotsstund
áður en hún umbreytist samstundis
í fortíðina
að eilífu
eða eitthvað á þá leið. Svo er kominn tími til að ríkislögreglustjóri, Halli Joh, segi af sér. Manninum er alls ekki stætt að stjórna lögregluríkinu. Bóbó liðþjálfi ætti líka að hætta. Og fleiri og fleiri. Um þetta reit ég grein sem ég birti aldrei. Það var svo sem ágætt líka.
Hvað á annars að gera um helgina krakkar? Sjálfur ætla ég að drekka mig fullan og taka svo þátt í orgíunni á sirkus. Kynsvall, kynsvall, kynsvall!
5. okt. 2005
I saw a nice film last night at the film festival. george michael. a fine strip i must say. dáldil nóstalgía í byrjun þegar myndbútar í fyrstu lögum wham! voru sýndir. wham er svona það fyrsta sem ég man í músíkvídeóum. var það í skonrokki? þessi kvikmyndahátíð er til að auka trú mína á bíómenningu á íslandi. hún virðist staðfesta að landann þyrsti í fjölbreyttara kvikmyndaúrval, ekki þessar endalausu hollíwúdd kvikmyndir á færibandi. í amsterdam var megnið frá hollíwúdd, en þar mátti líka finna fjöldan allan af myndum víðsvegar frá. ég held að það sé lygi hjá kvikmyndahúsum að ekki sé markaður fyrir "erlendar" myndir á íslandi. ég held líka að það sé lygi að það séu bíógestir sem heimti hlé í bíó. í gær var hlé og óþreyjustuna færðist yfir salinn þegar það hófst, og í nærfullum salnum held ég að um fimmtán manns hafi staðið upp og yfirgefið salinn, restin beið spennt eftir að myndin hæfist á ný.
4. okt. 2005
Mig verkjar í sálina að sjá bifreiðamenningu í Reykjavík og nágrenni. I guess in 90 percent of the time there is only the driver in the car. This is completely insane, and of course a waste of natural resources! Nei, þetta er algjör klikkun. Gjörsamlega. Algjör. Fyrir nú utan það að megnið af ferðunum eru styttri en 3 kílómetrar. Halló krakkar mínir. Við þurfum að gera eitthvað. Ég er, held ég, hættur við að kaupa mér bíl. Ef ég geri það verður það eingöngu til að keyra sjaldan og langt í hvert sinni. And that?s it.
I am spartacus. Finnur writes in english on his blog. I don't know why. He says because he's got traffic from outericeland. My girlfriend is swedish, I should write mine in swedish. But I also have friends from all over the world, sweden, denmark, germany, portugal, italy, spain, usa, england, the netherlands, finland, canadia, china, palestine, israel, egypt, brazil, france, belgium, kroatia, slovenia... and some others which I cannot remember now, belarus, etc.
so - perhaps I should be writing in english also. I went to the International film festival on friday and again tonight, there all films have english subtitles, unless they are in english, then they have no subtitles, not even icelandic. that does not seem to bother the icelandic crowd, but it pleases the outericlandic crowd, like my johanna. due to that we where able to watch a czech film tonight, shark in the head or ?ralok v hlavé.
so like the filmfestival this blog should have english suptitle, that's the message I'm trying to get trallaral
so - perhaps I should be writing in english also. I went to the International film festival on friday and again tonight, there all films have english subtitles, unless they are in english, then they have no subtitles, not even icelandic. that does not seem to bother the icelandic crowd, but it pleases the outericlandic crowd, like my johanna. due to that we where able to watch a czech film tonight, shark in the head or ?ralok v hlavé.
so like the filmfestival this blog should have english suptitle, that's the message I'm trying to get trallaral
3. okt. 2005
Ég veit ekki enn hvernig ég á að snúa nýju skrifstofunni minni. Upp eða suður? Nota vikuna til að finna út úr þessu. Ekki fór ég á blinderí um helgina heldur hélt mér léttum sem fiðri nema fyrir utan stauperíið með lúlla á fös. djös. Sný áfram skrifstofunni í huganum. Duke var fínn í langholdskirkju. það var í raun stórfínt. kvikmyndahátíð á fös, fordrykkur und matur í boði Íslandsbanka. enda geri ég kröfur, þó enginn námsmaður hér á ferð. ónei!
latur ? - já
latur ? - já
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)