2. des. 2005

Ég fann Blekkingarleik eftir Dan Brown í gluggakistunni heima hjá mér. Greip hana og fletti og svo var ég allt í einu búinn að klára hana. Magnað hvað Dan Brown getur skrifað grípandi en jafnfram lélegar bækur. Ég las Da Vinci lykilinn svona í hendingskasti eins og líklega fleiri. Það var hins vegar á ensku. Blekkingarleik las ég á íslensku. Sú þýðing var þónokkuð slæm. Hefði geta verið fínt dæmi um lélega þýðingu í þýðingahluta námskeiðins sem ég kenndi í haust.

En þýðandinn hafði svo sem ekkert sérlega góðan efnivið ef Blekkingarleikur var á einhvernhátt svipuð skrifuð bók og Da Vincy lykillinn.

En hvað um það. Ætli sé ekki kominn tími á aðra vísbendingu:

Titill kvikmyndarinnar er hinn sami og á vinsælum smelli með hljómsveitinni The Ventures.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

walk don´t run með hinum ómótstæðilega cary grant
hugrún