Gulla er komin með flösku. Hún gat rétt upp á La Battaglia di Algeri. Sú mynd er alveg mögnuð og hafið þið ekki séð hana þá gerið það sem fyrst. Ein vísbending átti að hljóða svo: "Pentagon notaði myndina til að sýna liðsforingjum í hernum hvernig berjast mætti gegn hryðjuverkum í Írak."
Á myndin, að mati Pentagons, að vera ágætis sýnidæmi hvernig koma má í veg fyrirhryðjuverk í hernumdu landi. Ekki skil ég hvernig þeir gátu lesið myndina þannig. Enn merkilegra verður þetta í ljósi þessa að andstæðingar Víetnamstríðsins sýndu myndina á sínum tíma máli sínu til stuðnings sem og Black Panthers hreyfingin svo og margar aðrar vinstri-hreyfingar um allan heim.
En þetta setur Abu Grahib pyntingarnar í ákveðið samhengi því myndin sýnir pyntingar franska hersins á meðlimum FLN. Máski það sé þaðan sem hugmyndin sé komin að þeim voðaverkum? Í auglýsingu Pentagons fyrir sýningu á myndinni segir: "How to win a battle against terrorism and loose the war of ideas. ...Children shoot soldiers at point blank range. Women plant bombs incafes. Soon the entire Arab population builds to a mad fervor. Soundfamiliar? The French have a plan. It succeeds tactically, but failsstrategically. To understand why, come to a rare showing of thisfilm."
En á maður ekki að skella fram síðustu kvikmyndagetrauninni? Svínþung í þetta sinn.
Getraun 10
Spurt er um kvikmynd
1. vísbending: Myndin gerist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum.
1 ummæli:
Þetta er að sjálfsögðu réttardramað Amistad
Skrifa ummæli