Áðan var hringt í mig frá Gallup og ég spurður hversu mörgum lögum ég hefði halðið niður af Netinu. Frá því ég hóf að hlaða niður lög. Góð spurning. Ég svaraði 5000.
Ég sit hér á nýju skrifstofunni minni. Sem er nú eiginlega grappaherbergið foreldra minna. Máski ég fái mér grappa fyrst klukkan er meira en tvö. Meira en tvö? Nei hún er ekki orðin tvö. Kerfistíminn á tölvunni minni hefur lagað sig að sumartímabreytingum. Slíkt er víst óþarfi hér á landi. En ég setti í gang svona mús - tölvumús - þráðlausa. Merkileg þessi tækni. Þráðlaust net, þráðlaus mús, þráðlaust rafmang. Hvað kemur næst. Þráðlaus kerti?
Dire Straits fjalla um einhvern sem er svo langt í burtu. Þráðlaust sennilega.
SKO auglýsingin í fréttablaðinu í dag. Sá einhver hana? Ég er einn af fáum sem hef rannsakað í þaula sko í íslensku. Einkum setningarlega stöðu og mismundandi notkun kynjanna. Ég get með fullri vissu sagt að sumar setningarnar í auglýsingunni voru ótækar, hvað varðar stöðu sko í þeim. Nánar um það seinna.
Ég ætla að taka til
2 ummæli:
þetta er náttúrlega svo fáránlegt að það er ekki einusinni fyndið
Takk fyrir að staðfesta málvitund mína kæri Hjörtur!
PS
brettaði offpiste í allan gærdag til skiptis í púðri og harðpökkuðum snjó
Tær snilld!
Skrifa ummæli