(stutt færsla)
hinir og þessir lesa þessar færslur. enda ekki skrítið þar sem þær eru öllum opnar á veraldarvefnum.
ég er fluttur - kominn aftur í foreldrahús - foreldrarnir hins vegar flognir að heiman - foreldra hús án foreldra verður samt ekki bara hús - það verður alltaf foreldrahús - og jafnvel þó alltaf sé gott að koma í foreldrahús er annað að búa í forldrahúsum - sér í lagi níu árum eftir að maður flutti þaðan -
en þetta er fínt og þar höfum við allt til alls og á besta stað í bænum
ekki var heldur leiðinlegt að opna launaumslag og sjá sömu upphæð eftir hálfsmánaðar starf og eftir heilan mánuð í gamla starfinu
peningar: þeir eru vissulega ekki allt - en hafa sitt að segja - því miður
höfðum við það ekki gott þegar við vorum sjálfum okkur nóg - var það kapítalisminn sem eyðilagði þetta allt ?
þetta er ekki lengur stutt færsla
þetta er handa ykkur sem kvartið yfir breyttum háttum í dávefsfærslum mínum
dávefur = d.á.vef. = dagbók á vefnum
1 ummæli:
Einmitt!
Peningar skipta engu máli þegar maður á nóg af þeim. Undir öllum öðrum kringumstæðum eru þeir vandamál.
Skrifa ummæli