Nýtt líf? Kannski. Breyttar áherslur? Varla. Ég keypti mér öngvu síður kort í líkamsrækt. Er nú stoltur eigandi korts sem er sagt veita mér aðgang í 5 heilsuræktarstöðvar. Reyndar er ein þeirra aðeins fyrir konur og önnur á Reyðarfirði. Svo ég tala nú bara um þrjár. Þá er ein í Grafarvogi held ég og önnur í Kópavogi, svo í reynd er þetta bara ein sem ég hugsanlega nýti mér. Hún er í Frostaskjóli. Sem sagt: Í heimabyggð, eða amk á næstu slóðum við hana.
Svo nú er ég farinn að pumpa og hlaupa og standa eins og auli á miðju gólfi. Byrjaður í líkamsrækt. En ég læt ekki þar við sitja heldur tek þessu með fullri alvöru. Þess vegna hef ég ákveðið að minnka áfengisdrykkju, kaffiþamb, sjónvarpsgláp og nammi- og snakkát en auka þess í stað ávaxtaát, vatnsdrykkju og bóklestur. Árangurinn finn ég strax. Nema að það sé bara sólarljósið sem hefur þessi mannbætandi áhrif. Kannski í bland.
Svo hefur ákvörðun verið tekin: EVRÓPUFERÐ Í ÁGÚST. Hugmyndin er: ROADTRIP UM TÉKKLAND. Nú vantar bara ferðafélaga - hver er geim?
3 ummæli:
haha, ég keypti mér kort í sömu líkamsræktarstöðvakeðju fyrir mánuði síðan og hef reyndar enn ekki gerst svo fræg að fara þangað. en í næstu viku mæti rekst ég kannski á þig á hlaupabrettinu í frostaskjóli.
um að gera - getum hlaupið saman og horft á simpsons - alltaf klukkan sex
Ég dáist að þér að ætla að gera þér ferðir lengst vestur í bæ á mínar uppeldisslóðir til þess eins að hlaupa á bretti og lyfta lóðum. Það sem vantar er líkamsræktarstöð í miðborginni. WorldClass í Austurstrætinu var fín til síns brúks en nú er engin eftir (svo ég viti).
Enn eitt dæmið um bílaborgina Reykjavík: Til þess að hlaupa á bretti þarftu fyrst að keyra lengi í bíl.
Skrifa ummæli