Síðustu mánuði hefur skýjahula legið yfir bænum og varla sést til sólar. Vetur kallast það víst, eða svona er birtingarmynd hans á þessum slóðum. En nú undanfarna dagar hefur létt til og sólin sprottið fram á himininn. Breytingin á mannlífinu verður augljós í kjölfarið. Bros birtast á ný á vörum fólksins og brúnin léttist umtalsvert. Skyndilega fara gangstéttar aftur að standa undir nafni þegar mannskapurinn lætur sýna sig úti undir berum himni. Allt breytist á augabragði.
Vorið virðist eiginlega á næsta leiti. Má það vera? Núna strax í byrjun mars?
Gildi veðurbloggs sýnir sig þegar þessari spurningu er varpað fram: Hvernig var þetta í fyrra?
Fyrir akkúrat nákvæmlega ári reit ég þessa færslu.
Í næstu færslum þar á eftir ræði ég vart annað en vorið sem þá var að skríra úr híði sínu.
Þessi færsla var tileinkuð hinum veðurperranum: Kolbeini Sigurði Ólafssyni.
2 ummæli:
Þakka þér gæskurinn.
Talandi annars um vor og Kolbeina...
Á Íslandi sér ekki fyrir endann á bálviðrinu en mér er sagt að á Ítalíu sé veðurfar hreint dásamlegt!
Við þangað.
Kv.
Gulla best
Skrifa ummæli