3. mar. 2008

Af engu

Af og til gerist það hér á þessum bloggi að upp koma vangaveltur um ritstjórnarstefnu þessa fyrirbæris sem ég kalla 'I am Spartacus'. En það verður nú svo sem aldrei neitt úr því að breytingar verði. Enda erfitt að breyta engu. Eða tilgangslaust máski frekar.

Hvað um það. Lítið hefur verið um málfræðiblogg eða pólitíkst rövl. Ég mun nú reyna að auka hlut þess hér á næstu dögum/vikum/mánuðum. En ekki akkúrat núna.

Fyrir réttum fjórum árum reit ég á þennan blogg:

Aleinn í margmenninu
ferðast ég afturábak áfram
fram og til baka
með strætisvagninum


Þá var maður nú skáldlegur. Fyrir akkúrat þremur árum reit ég þetta:

ég einmitt var að kvarta undan snjóleysinu við leiðbeinandann minn í gær, hollenskan, og sagði að snjórinn hér væri nú ekkert spes fyrst hann gæti ekki fest. Hann horfði á mig skilningslausum augum og hélt áfram að tala um mikilvægi tónlistarmyndbanda fyrir kúltúral sittisensjipp.

Fyrir tveimur árum var minna um að vera í lífi manns:

Föstudagskvikmyndagetaun Frjettabrjefs Frjálsa

Spurt er um kvikmynd

1. vísbending: Kvikmyndin segir frá skeiði í lífi ungs manns


Örlítið meira fjör fyrir ári síðan:

það er svo sem ekki mikið mál að vinna um helgar. ég stíg upp úr rúminu og sest við skrifborðið, jafnvel á nærklæðunum einum, með úfið hár og óþrifinn. í dag verður unnið og unnið þar til kvöldið kemur.

internetið kom en þá fór rafmagnið...

rafmagnið kom aftur... og internetið fór ekki

við skulum vona að internetið og rafmagnið uni sér saman hér á Slottsskogsgatan 79b



Svona eru dagar mínir.

Engin ummæli: