Jæja - það er kannski kominn tími fyrir færslu hér á blogginu. Siggi var eitthvað að tala um að ég væri virkur internetnotandi svo best að ég standi undir væntingum. Fyrir ykkur þessar 10 hræður sem lesið þetta blogg. Ekki veit ég hverjir það eru. Jú, það er a.m.k. Siggi, Finnur Pálmi vafalaust líka, foreldrar mínir, býst við að tintin lesi líka. Svo einhverjir random fjórir-fimm. Annars er ég hættur að lesa annað blogg en það sem Google Reader bendir mér á að lesa. Það er nú ósköp fátt því merkilega margir að þeim bloggurum sem ég les gefa ekki bloggið sitt út með réttum hætti með atom eða rss. Shame on you people. Hér má finna einhverjar leiðbeiningar ef þið viljið veita á réttan hátt.
Annars var heljarinnar matarveisla hér á laugardaginn. Átta rétta máltíð og tilheyrandi fjör. Hel gaman.
4 ummæli:
Hér er ég! Og ég skil ekki þetta með að "veita á réttan hátt". Hvað meinarðu? Hvað er réttur og hvað er rangur háttur og hví er það svo?
Knús frá mér!
Mikið var!!
já ég les víst þitt blogg líka : )
k
Sundum snuðra ég hér
Skrifa ummæli