18. nóv. 2007

Sunnudagur

Þetta er búinn að vera hinn notalegasti sunnudagur. hér á bæ var farið nokkuð seint á fætur. þó fyrir hádegi heldur betur. kaffið drukkið í rólegheitum. svo hef ég svona verið að dudda (í boði fpm) við síðuna monthly.se. fiffað þar ýmislegt við virknina og raðað og lagað til. svo kíkti ég á sjónvarpið á eitthvurt viðtal við heimspekinginn Thomas Cruise Mapother IV. Mjög merkilegur náungi.

svo er ég að horfa akkúrat núna á Silfrið hans Egils. rasísk sjónarmið í bland við almenna skynsemi. frekar fáttæklegt allt saman...

Engin ummæli: