blogger er sænskur hjá mér og býður mér að setja inn nýtt innlegg í hver sinn sem ég skrái mig inn. það er hið besta mál. annars er kominn mánudagur og ekki langt síðan ég sat á mánudegi fyrir framan tölvuskjáinn og bölvaði. það er rétt vika síðan. og hér er ég kominn aftur bölvandi, ekki þó af reiði eða vegna hugarangurs, heldur af gleði. já, ég bölva af gleði. og það ættu fleiri að taka sér til fyrirmyndar.
í gær var sunnudagur og ég fór ásamt jóku, móður hennar og stjúpföður út úr bænum og inn í skóg að tína sveppi. það var hin ágætasta skemmtun og jafnvel gleðilegri en að fara í berjamó, ég hef aldrei unað mér mikið í berjamó, nema kannski bara í útivistinni sem vissulega felst í því að tína ber.
en sveppi týndum við í gríð og erg, fjögur kíló voru þau víst í heildina, sem er slatti í ljósi þess hve léttir sveppir eru í raun.
osei
1 ummæli:
það að þú skulir bölva af gleði bendir til þess að þú hafir borðað eitthvað af sveppunum :-)
Skrifa ummæli