1. jún. 2007

hjúkkitt

Síðasti reykdagurinn á Íslandi. Guðisélof. Ég tók þátt í vitleysunni í kvöld. Fór á barinn. Allir reykingamenn landsins voru þar samankomnir í kappreykinginum. Það er fátt jafnundarlegt og hópur fólks sem kemur saman í lítinn sal til að fylla hann af reyk! Situr ofsa ánægt með súr augu og hóstandi. Ég hef aldrei upplifað jafnmikinn reyk samankomin í jafnlitlu rýmig og í kvöld.

En þetta er búið og nú er loks hægt að skemmta sér. ég gef reykingafólkinu þrjár vikur til að átta sig á hvað þetta er mikið æði.

Í kvöld hitti ég fullt af fólki sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Það er jafnan tilfellið þessa dagana. Það er gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki hitt lengi... þá er maður svo vinsæll eitthvað...

Kvöld talaði ég sænsku við svía sem vildu bara tala ensku... það var fjör

4 ummæli:

Króinn sagði...

Ert þú sem sagt farinn að perrast á skandinavísku, alveg eins og ég. Hef einmitt stundum staðið í þessum sporum að tala sænsku eða dönsku við lið sem síðan svarar á ensku. Þvílíkt diss sem það nú er hjá þeim hálfvitum!
Annars var ég nú svona að pæla í því að kíkja út annað hvort kvöldið, kannski með Sölva og co., helgina 9.-10. Ertu maður þá? Ég skal tala sænsku við þig.

Fjalsi sagði...

Auðvitað er ég til! Nefndu stað og stund

Króinn sagði...

Mest væri ég til í föstudagskvöldið en við sjáum til. Stig kemur með og um leið og við opnum fyrsta bjórinn þá glottir hann og segir: ,,Törstiga?"

Fjalsi sagði...

mmmmm, Stig