8. maí 2007

Sögu

Kolbeinar fóru í veiðiferð. Flåren heitir vatnið, Flattinge staðurinn. Flórinn á Flatengi. Ekki lofaði það góðu. Taxi í veiðihúsið. Það var þá í fyrsta sinn. Stígur tók á móti okkur. Smálenskur hreimurinn heillaði Sigurð og tóku þeir að spjalla. Sigurður tafsaði og Stígur þagði, glotti og þagði. Kofinn var höll.

Báturinn kom að gagni, sem klósett og farartæki. Aðalsteinn ræðarinn. Sigurður ræðnari.

Gedduleitin hófst. Skimað yfir vatnið. Hann var að vaka. Greinilega. Yfirlætisfullur í djúpinu.

Vatnið er eins og tíminn, blautt og kalt.

Sólin er eins og eilífðin, heit og góð.

Bjarki brosti - hann er ágætur...

En hvar var Christina?

1 ummæli:

Króinn sagði...

...og lokaspurningin:
En, af hverju?!

Takk annars samveruna. Þetta var unaðslegt.