Jæja!
Ekki tókst mér nú að koma á vinstri stjórn eins og ég ætlaði mér. Kom þó einum vinstri flokki inní ríkisstjórn. Sumum finnst nú reyndar Samfylkingin enginn vinstri flokkur en það er líklega fólk sem horfir til hennar frá vinstri og sýnist hún því hægra megin. Það er eðlilegt.
Nema þetta sé spurningin um mjólkina. Léttmjólk er ekki mjólk af því að nýmjólk er miklu meiri mjólk. Það er della.
Mestu máli skiptir þó að framsóknarflokkurinn er farinn úr ríkisstjórn og þá eru bara eftir 6 hálfvitar þar á bæ. Skárra en 12 hálfvitar. Ekki satt!?
Þetta með hægri og vinstri er hins vegar óheppilegt. Einmitt út af þessu afstæði. Tökum dæmi. Ef ég stend framan við Stjórnarráðið og sný að vestur að Lækjartorgi eru MR og Tjörnin vinstra megin við mig og höfnin hægra megin við mig. Ef ég sný mér við er höfnin vinstramegin við mig og Tjörnin og MR hægra megin. Ef ég geng út að Tjörninni og sný mér í vestur er MR hægra megin við mig ásamt Stjórnarráðinu og höfninni.
Nær væri að tala um austur og vestur í pólitík. Þá væri ekki svo flókið að staðsetja Samfylkinguna.
2 ummæli:
Samfylkingin er ekki vinstri flokkur.
öööö
Skrifa ummæli