5. nóv. 2006

sykurmolar

ég ætla á þessa tónleika. miðinn kominn í hús. þetta verða fyrstu, og líklega síðustu sykurmolatónleikarnir mínir

ég kvíði þó einu


einari erni


einhvern tíma heyrði ég sögu. um að eitthvert erlent útgáfufyrirtækið hefði boðið sykurmolunum milljóna samning. eina skilyrðið: losa sig við einar örn


mér: finnst sagan trúverðug

2 ummæli:

Króinn sagði...

Það er nú örsjaldan sem ég öfunda fólk af því að búa á Íslandi (ókei, aldrei). En ég væri virkilega til í að vera á þessum tónleikum líka.
Svo er ég sjálfsagt eini maðurinn í sólkerfinu sem hef aldrei deilt þessari almennu óbeit á þætti Einars Arnar í ðö Súgarkjúbbs. Mér finnst hann fínn Sykurmoli.

Pétur Maack sagði...

Tek undir með Hirti, þoli ekki þennan sykurmola og heyrði þessa sögu líka og trúði henni.
Varðandi tónleikana þá á ég ekki heimangengt. Á hinn bóginn, svo ég monti mig nú aðeins (sem ég geri annars afar sjaldan) þá hef ég ekki aðeins séð Sykurmolana á tónleikum heldur hélt ég þá!
Þess má geta að það var frekar illa mætt og Einar Örn alveg sérlega leiðinlegur.
Margrét Örnólfsdóttir er a.á.m. hrífandi falleg og svo drýpur af henni kynþokkinn. Ég væri alveg til í að sjá hana á tónleikum.