29. nóv. 2006

Ákvörðun

Eftir langa og erfiða fæðing spratt fram alsköpuð hugmynd, blaut og köld. Búferlaflutningar hefjast 29. desember. Þá verður flutt til Gautaborgar með viðkomu í Lundúnabæ. Fagnað verður áramótum þar. Hvernig sem farið verður að því. Mér líst svo sem vel á brú á miðnætti. Í fyrra var það á þaki í Berlín, þar áður í lyftu í Amsterdam. Brú í London er alveg í takt við það.

En sum sé... á nýju ári verður heimili mitt hér!

1 ummæli:

Króinn sagði...

Húrra, húrra, húrra, húrra!!! Gott að fá þig til Skandinavíu, kallinn minn. Þá vantar bara einn Kolbeinsmeðlim til þess að fullkomna landflóttann.
En verður þá ekkert af Köben-viðkomu nú í kringum jólin?