25. okt. 2006
mannshjartað
það er undarlegt mannshjartað. það er skrítið að vakna. þarna hefst hann enn á ný. dagurinn. og hvað hefur hann annað fært manni en kvíða fyrir kvöldinu. heima er best segja sumir. aðrir ekki. svo eru líka aðrir sem eiga ekkert heimili. þeir hafa það líklega betra en þeir í miðjunni. manneskjan. í manneskjunni býr mannshjartað. við eru manneskjur ég og þú. í brjósti okkar mannshjartað. á milli bókanna situr manneskjan og síðunum hvíla augun hennar. augu mín á henni. það er undarlegt mannshjartað. oft svo hart en mjúkt í senn. stundum brostið. bresta hörð hjörtu frekar en mjúk? brotna kannski hörð hjörtu en bresta þau mjúku? og hvað er ég að tala um brostin hjörtu? ekki spyrja mig, eitt leiddi af öðru. eitt leiðir yfirleitt af öðru. það er yfirleitt ástæða fyrir því. mannshjartað er mín ástæða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
rosa eru menn eitthvað póetískir. prósaljóðabók á leiðinni fyrir jólin?
Skrifa ummæli