Þessa dagana notast ég við tvær tölvur og þrjá skjái við vinnu mína. Það er nokkuð grand. Þó meðaltölvuforritara þyki að líklega smáræði. En auðvelt er að gleðja auma sál og aum sál er ég vissulega. Annars leið fimm-daga loftbylgjuhelgi hratt en ekki átakalaust. Ég finn fyrir því í skrokknum mestmegnis. Kannski laufsópið í gær eigi líka sinn þátt í harðsperrunum. Ekki var mikið dansað á þessum tónleikum. En drukkið. Svo skrokkurinn er í rusli í dag og verður það líklega næstu daga. Andinn, tja, merkilegt nokk er andinn á hærra plani en búast mætti við miðað við aðstæður. Kannski er maður orðinn samviskulaus eftir áföll fortíðarinnar. Hvur veit? En það verður ekkert lát á djamminu. Fabian kemur á miðvikudag og þá hellum við okkur í það saman og svo er ég hættur að djamma fram að áramótum. Hvar sem þau verða nú haldin. Kannski í London. Haaaaaa.
En nú andar suðrið
ég bið að heilsa!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli