Hvað eru draumar? Mig dreymdi svo undarlega hluti nótt. Þegar ég vaknaði var ég ekki alveg viss hvort um draum hafi verið að ræða.
Er það varla enn.
En mánudagur. Reis snemma úr rekkju og klæddi mig í tilveruna eina ferðina enn. Stundum væri yndislegt að þurfa ekki að klæða sig heldur svífa nakinn um einhversstaðar hvergi.
6 ummæli:
manstu þegar þú komst í heimsókn og ég var að taka til og við mösuðum um ekki neitt og fórum svo hvor sína leið?
það var eitthvað svo fallegt
það, gulli minn, er sönn vinátta.
Assgoti er þetta merkilegt. Ég var að hugsa nákvæmlega það sama í morgun. Dreymdi einhverja tóma þvælu og þar á meðal Bubba Morthens. Um leið og ég opnaði augun þá var ég að spá hvort þetta væri eðlilegt.
Held reyndar að þetta séu sérstaklega mánudagar sem fara svona með mann.
hejsan!
grattis með þrítugið, félagi. hugrún
Draumar eru myndir, hugmyndir og sögur sem birtast okkur í svefni með svipuðum hætti og hugmyndir og dagdraumar gera í vöku. Alla heilbrigða menn dreymir og mestar líkur eru á að við munum drauma sem okkur dreymir á meðan á REM svefni stendur.
Það er gaman að þú skulir nefna það Hjörtur að þú hafir ekki áttað þig á því hvort um draum var að ræða. Slíkar hugsanir eru algengari ef draumfarir eru slæmar eða jafnvel martraðir. Á hinn bóginn eru til svokallaðir gegnsæir draumar (e. lucid dreams) en þá veit dreymandinn af því að hann er að dreyma og getur jafnvel leikið sér að því að hafa áhrif á framvindu draumsins.
Hlutverk drauma er óljóst en þó er talið að þeir gegni mikilvægu hlutverki í færslu upplýsinga úr skammtímaminni í langtímaminni. Enda hefur verið sýnt fram á aukna gleymsku og/eða minnisleysi hjá fólki sem svipt er REM svefni og eins kemur stundum í ljós truflun í draumum hjá fólki sem þjáist af alvarlegum minnistruflunum.
Þá kemur í ljós að annars heilbrigðar rottur sem sviptar eru REM svefni drepast á 2-3 vikum svo að hugsanlegt er að þeir hafi líka eitthvert mikilvægt hlutverk í viðhaldi lífs. Að óreyndu verður þó að teljast líklegra að þessar rottur hafi bara dáið úr ofþreytu.
Stundir bestar,
Mokkurinn
Cand. Psych.
þakka Mokk(i)num fyrir skýr svör.
Skrifa ummæli