16. maí 2004

Hvað eiga Íslendingur, tveir Grikkir, Breti, tveir Ítalir, Ástrali, Kanadabúi, Þjóðverji, Dani, Frakki og Spánverji sameiginlegt? Jú, þetta eru allt Evrópubúar, nema Kanadabúinn og Ástralinn, sem að vísu búa í Evrópu um þessar mundir. Það var skemmtileg stemming í Evróvísjónpartíinu í gær. Ekki náði Jónsi að landa sigrinum og ekki heldur Hollendingarnir sem ég hélt með. Ég bjóst nú við að More than words númerið myndi ganga í Evrópska alþýðu, en ónei.

Í fjöldamörg ár hefur Terry Wogan lýst keppninni á BBC. Það gerði hann líka í gær en í þetta sinn var ég að hlusta. Nú neita ég að horfa á Evróvísjón án þess að Terry Wogan lýsi henni. Hann er einfaldlega schníllíngur!!

Engin ummæli: