23. mar. 2010

Að banna A til að koma í veg fyrir B

Á Facebook rétt í þessu las ég ummæli við færslu um nýlegt bann við nektardansi á Íslandi. Þar segir einn ummælandi að honum finnist undarlegt að banna A til að koma í veg fyrir B. Þetta þykir mér undarlegt viðhorf.

Tilhvers er maður að banna einn hlut ef ekki til að koma í veg fyrir eitthvað annað? Ekki er maður að banna hlutinn bara til að banna hann (reyndar virðist það oft raunin á Íslandi, en það er líka asnalegt).

Ég er svo sem ekki mikið fyrir að stjórnvöld eigi að banna mikið. En margt er nauðsynlegt að banna, vegna þess að það hefur slæmar afleiðingar. Ekki það að nektardans á börum er svo asnalegt fyrirbæri að auðvitað á ekki að þurfa að banna hann. En fólk er fífl. Þess vegna þarf að banna.

Hins vegar er margt bannað sem er algjör della að banna. Afhverju má ég t.d. ekki kaupa mér Skjálfta í Nóatúni?

Engin ummæli: