20. jún. 2008

Ég verð að segja að fregnir af ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vekja hjá mér talsverða undrun og ugg. Þar kemur fram að nauðganir á átakasvæðum verði skilgreindar sem hernaður en ekki sem fylgifiskur hernaðarátaka. Ég hef ekki enn lesið sjálfa ályktunina en sé hún orðrétt svona, má þá ekki skilja að verið sé að gera nauðganir löglegar í hernaði? Hernaður getur verið löglegur ef löglega er boðað til stríðs. Á ekki frekar að skilgreina hernað á átakasvæðum sem stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni frekar en að skilgreina hann sem "hluta af hernaði". Ég skil þetta ekki! Vonandi er ég að misskilja...

Engin ummæli: