Ég fór á fætur í gær ein og um venjulegan mánudag væri að ræða. Þegar ég var að hita mér kaffið rann upp fyrir mér að það væri annar í hvítasunnu og á þeim degi tækju Íslendingar sér frí. Þarna hafði ég fengið hálfóvæntan frídag og ákvað að gera sem best úr honum.
Þó að hitinn hefði lækkað um næstum 10 gráður frá því um helgina var engu að síður fínasta veður úti svo ég ákvað að renna á hjólinu út að Saltholmen. Ég hafði með mér bókina um hann Sveijk og sat í klettunum í dágóða stund. Það var hlýtt, sólskin en nokkur gola. Þarna sat ég sum sé eins og gæs í blásturofni og hafði ekki hugmynd um að ég væri í raun að bakast. Nú sit ég hér humarrauður og helaumur í húðinni.
En eftir nokkra daga verð ég brúnn og sællegur.
2 ummæli:
sumir í slendingar ganga á þessum degi upp á snæfellsjökul með frænda sínum. ekki þó á hverju ári
já sei! mér varð einmitt hugsað til þess þarna í Saltholmen að þetta væri göngudagurinn okkar. við náðum þremur árum í röð, seinast fyrir þremur árum. Er rétt að hafa hefðina svo: gengið þrjú ár, hvílt þrjú ár, gengið þrjú ár, hvílt þrjú ár o.s.frv.
pæling
Skrifa ummæli