Það er kannski ekki hægt að segja að ég sé bara áhugamaður um Google. En margt sem ég hef lesið um Google hefur vakið áhuga minn. Þannig hef ég tekið í þjónustu mína margt af því sem Google hefur að bjóða. T.d. hef ég nýlega byrjað að nota Google Reader til að fylgjast með nýjust færslum á þeim bloggum sem ég les, sem og til að sýna mér nýjust fréttir á þeim fréttamiðlum sem ég helst les. Þægilegt. Einnig nota ég Google Docs mikið, t.d. við útgáfu Monthly, en það nýtist sérlega vel í vinnu þar sem margir þurfa að vinna með sömu skjölin. Þannig sleppur maður við að senda á milli skjöl og texta í tölvupósti heldur geymir þau bara miðlægt þar sem allir geta unnið með þau hver frá sinni tölvu og vel er haldið utan um þær breytingar sem hver og einni gera. Ákaflega þægilegt. Að sjálfsögðu nota ég Google Analytics til að fylgjast með umferð um monthly.se og Google Webmaster Tools til að tryggja gæði svæðisins. Google AdSense nota ég til að græða pening á svæðinu. Nú svo nota ég auðvitað Gmail. Og síðast en ekki síst skrifa ég þessi orð á Blogger. Sem er, ein og mestmegni internetsins, í eigu Google.
Allt er þetta mér að kostnaðarlausu, tja fyrir utan að einhversstaðar á server liggja ótalupplýsingar um mig, nethegðun og stóran part af tilveru minni. En það er lítið verð fyrir jafn ánægjulega þjónustu.
1 ummæli:
þú ert gúggl-perri, alveg eins og ég er blogg-perri. við erum perrar. yndislegir perrar með hrjúfa vanga.
annars lyktar þetta af auglýsingu: færða ekki einmitt borgað fyrir það að þýða þetta gúggl-dót allt saman? alveg svoleiðis skýr hagsmunatengsl eins og hjá birni inga og rei!
Skrifa ummæli