Heimsóknir á þessa eru í línulegu falli í átt að núlli. Ég veit ekki hvort það verður ég eða lesendur mínir sem fyrst gefast upp.
Þess má geta að ég held að endajaxlinn hjá mér sé smátt og smátt að rotna í sundur. Amk er ákaflega staðbundin rotnunarilmur sem kemur akkúrat þaðan - frá vinstri endajaxli niðri.
Mér skilst að tannlækningar í Svíþjóð séu nokkuð ódýrari en á Íslandi. Það ætti svo sem ekki að vera erfitt. Ég held að ég hafi greitt 30 þúsund fyrir síðustu heimsókn.
og samt er endajaxlinn að rotna...
8 ummæli:
Ég lít nú stundum inn, ekki sjaldnar en á mbl.is, en nú er það monthly.se sem hefur vinninginn. Svo er ég nokkuð tíður gestur á fridur.is, en þar kemur mér sjaldan neitt á óvart. Kannski vegna þess að ég set sjálfur mestallt efnið inn þar.
Vona að endajaxlinn hætti að rotna og farið að byggja sig upp aftur. Vantar þig nokkuð kalk? Eða bara ket? Hrossabjúgu?
Nei nei, ekki hætta... Fokk línulegt fall!
Og þú átt alla mína samúð með jaxlinn enda er ég sjálf oftast í stökustu vandræðum með minn eigin tanngarð.
bíttá'ann og kíktu til sænsks lækniss.
ef þeir eru skárri en skottutannlæknarnir á íslandi er það næg ástæða til að flytja til svíþjóðar.
ég borgaði 24þús í tannlækninn síðasta mánuð og eftir það hefur mér verið illt í tönninni (ekki áður NB).
hrossabjúgu vantar mig - sárlega
það yrði nú vinsælt inn á þetta heimili
til grænmetisætunnar og hestakonunnar
sem er ein og sama konan
en hrossabjúgun þigg ég
Já nei nei, áhrif hins rotnandi endajaxls eru pottþétt hér að verki. Tannhraustur myndi þér ekki detta svona vitleysa í hug Hjörtur minn!
Hótanir um ad hætta ad blogga eru yfirleitt ørrthrifarád bloggara sem vilja fá komment. Lægra verdur vart sokkid. Næsta stig fyrir ofan er ad øgra. Thad er líka nokkud garanterad til ad fá komment. Beiti thví oft sjálfur.
Annars er nú ástædan sjálfsagt ad thad er júlí og tølvunotkun er í lágmarki nú um stundir.
ég var nú svo sum ekki að hóta því að hætta að blogga - þetta var mestmegnis komment á eigin ódugnað í bloggun...
ojæja
Já, sorrí. Bara ad strída dáldid.
Skrifa ummæli