Ég var að þrífa innkeyrsluna við hús foreldra minna í gær. Það er á Fjólugötu. Fjólugata er einstefnugata og gert er ráð fyrir að bílum sé lagt hægramegin í henni, í beinni línu en ekki samsíða á ská. Enda er gatan ekki breið og gangstéttir báðum megin.
Frá því við fluttum í götuna árið 1992 hefur ekki verð mjög erfitt að fá stæði fyrir bíla sína í götunni. En þó rétt verið svo að íbúar fá stæði fyrir bíla sína og svo einhverjir gestir. En nú er bílaeignin orðin svo mikil að ekki er lengur pláss fyrir bílana bara öðrum megin og hafa margir látið freistast að leggja bílum sínum hinum megin. En þar sem gatan er ekki breið verða þeir að leggja langt upp á gangstétt en engu að síður verður afar þröngt að aka um götuna í kjölfarið. Það er heldur ekki skrítið þegar annað hver maður keyrir um á stórum amerískum pallbíl.
En sem sagt, í gær þar sem ég stóð úti og vara að hreinsa innkeyrsluna hjá foreldrum mínum (já, þau eru að mestu laus við þennan vanda að finna sér stæði í götunni) keyrir maður hjá, einmitt í einhverskonar pallbílsafbrigði af jeppa, og kallar til mín að það sé allt of þröngt að keyra þessa götu. Ég varð afar glaður og hélt að þarna væri loks kominn skoðanabróðir minn um yfirgengilega bílaeign og gekk til hans og sagði einmitt að bílarnir væru of margir og ættu ekkert með að leggja vinstramegin í götunni, enda væri það upp á gangstétt sem stríddi gegn umferðalögum. ?Einmitt,? hrópaði hann, ?það þarf að rífa upp þessa gagnstétt og breikka götuna, það er allt of þröngt að keyra hana svona, svo ná þessar lóðir allt of langt inn í götuna, helst þyrfti að skera af lóðunum líka!? Svo keyrði hann í burtu, löturhægt þar sem hann komst erfiðlega á pallbílnum sínum á milli pallbílanna tveggja fyrir framan hann.
2 ummæli:
Já, svona menn eru normið í Reykjavík. Við hin, þessi fáu, sem viljum borg fyrir fólk en ekki bíla erum hins vegar kverúlantarnir. Sorglegt en satt.
Þið kverúlantar eigið alla mína samúð. Parísardaman.
Skrifa ummæli