17. maí 2005

Þrugl

það er meira hvað fólk getur lagt út í mikla þvælugerð til þess að segja það sem draga mætti saman svo: ídentití okkar er skert og við reynum að endurbyggja það með sjónvarpsglápi.

annars skín sólin inn um gluggann minn, og á matjurtagarðinn á gluggasyllunni. Það er samt ekki nema 11 gráðu hiti úti. Sem þykir ekki hlýtt. Nóg af Sigurðarmálum.

Glasi við hlið mér er bjór í glasi. Maður verður að létta sér púlið á einn eða annan hátt.

4 ummæli:

Pétur Maack sagði...

Ertu öruggur á að þetta sé ekki á hinn veginn?
Altso að sjónvarpsgláp sjúgi úr fólki sjálfið?

Fjalsi sagði...

spurningin er hvort sjálf sé nógu góð þýðing á identity .. svo vel má vera að sjónvarp sjúgi sjálf

Fjalsi sagði...

annars eru fordómar gagnvart sjónvarpi merkilega miklir

Pétur Maack sagði...

okok sjálfsmynd þá við hljótum að geta verið sammála um þá þýðingu.

Reyndar frábið ég mér aðdróttanir um fordóma í garð sjónvarps en ástæða spurningarinnar var einfaldlega sú hvað allir í sjónvarpinu eru fallegir. Eða stæltir. Eða bæði (flestir).

Við hin stöndumst auðvitað ekki samanburð...