5. mar. 2005

Amsterdam


Amsterdam 365
Originally uploaded by hjortur.
Snjórinn blívur. Jú víst. Já það er bra. Flugsamgöngur liggja að mestu niðri en tramminn er kominn á skrið. Meiri kjánarnir þessi hollendingar. Dylan að raula á geisladisk og Jóhanna talar í síman á sænsku. Jú, sjáið til fjölskyldan hennar og vinir hringja af og til í hana svona til að heyra í henni hljóðið. Síminn minn þegir mestmegnis. Eru innihald og útopnun samkvæmt orðanna hljóðan ekki andstæður. Opna út og halda inni. Er þá ekki eðlilegt að segja að blogg sem þetta sé innihaldslaus útopnun. Hvað sem öllu líður er það svo.

Í kvöld er það fjölskyldkan á Bossastræti. Hlakka til. En fyrst. Stefnumót við Nadiu við reðurtáknið á stíflunni. Hún er með bók sem ég lánai henni.

Engin ummæli: